Náðu í appið
Five Nights at Freddy's

Five Nights at Freddy's (2023)

"Can you survive?"

1 klst 50 mín2023

Mike Schmidt, sem er nýbyrjaður sem næturvörður á matstofu bæjarins, Freddy Fazbar´s Pizza, kemst að því á sinni fyrstu vakt að nóttin á ekki eftir...

Rotten Tomatoes33%
Metacritic33
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Söguþráður

Mike Schmidt, sem er nýbyrjaður sem næturvörður á matstofu bæjarins, Freddy Fazbar´s Pizza, kemst að því á sinni fyrstu vakt að nóttin á ekki eftir að verða jafn auðveld og hann hélt. Svo virðist sem leikmunirnir á staðnum séu ekki bara vélmenni. Þeir eru lifandi. Mun honum takast að lifa af fyrstu fimm vaktirnar?

Aðalleikarar

Vissir þú?

Um hreyfingar vélrænu persónanna í myndinni sáu brúðumeistarar frá The Jim Henson Company. Í tökum þar sem persónurnar voru ekki á ferðinni, þá stjórnuðu brúðumeistararnir bæði höfuð- og líkamshreyfingum. Í þeim fáu tilvikum þar sem persónurnar labba eða dansa, þá var staðgengill í búningi en brúðumeistararnir hreyfðu höfuðið með fjarstýringu.
Jafnvel áður en kvikmyndin var frumsýnd var hún búin að ná inn fyrir kostnaði að sögn framleiðandans Jason Blum. Þá þegar hafði myndin verið seld á streymisveitur og tekjur voru einnig tryggðar í gegnum dreifisamninga við bíóhús.

Höfundar og leikstjórar

Scott Cawthon
Scott CawthonHandritshöfundur
Seth Cuddeback
Seth CuddebackHandritshöfundur

Framleiðendur

Blumhouse ProductionsUS
Scott Cawthon ProductionsUS