Náðu í appið
André Rieu White Christmas

André Rieu White Christmas (2023)

André Rieu's White Christmas

"A Christmas Spectacular"

2 klst 26 mín2023

Fyrir mörgum eru jólin yndislegasti tími ársins.

IMDb5.7
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Streymi
Netflix
Leiga
Síminn

Söguþráður

Fyrir mörgum eru jólin yndislegasti tími ársins. Í ár munu þau koma snemma með sýningunni André Rieu "White Christmas" - hátíðarsýning sem þú munt aldrei gleyma. Frá fyrsta klukknahljómi verður þú á kafi í óviðjafnanlegri jólastemningu í vetrarundralandi André. Stórkostlega skreytt jólahöll, fullkomin með snjó, tveimur skautasvellum, glæsilegum vetrarsenum, rómantískri lýsingu, rauðu teppi, óteljandi ljósum, 150 fallegum ljósakrónum og yfir 50 kertastjökum. Njóttu anda hátíðarinnar á meðan þú syngur og dansar við tímalaus jólalög, rómantíska valsa og falleg lög frá öllum heimshornum - Jingle Bells, Ave Maria, Oh Holy Night, Hallelujah, Sleigh Ride og margt fleira! Kvikmyndaáhorfendur munu einnig njóta einstaks aðgangs baksviðs, þar sem stjórnandinn Charlotte Hawkins ræðir við André um þetta stórkostlega vetrar-undraland sitt. Þetta er fullkomin, snemmbúin, jólagjöf fyrir André aðdáendur! Njóttu þess að vera með André Rieu og Johann Strauss Orchestra á glænýjum jólatónleikum í Smárabíói.

Aðalleikarar

Framleiðendur

Piece of Magic Entertainment