Purrkur Pillnikk: Sofandi vakandi lifandi dauður (2024)
Purrkur Pillnikk kom eins og vígahnöttur inn í íslenskan tónlistarheim í upphafi níunda áratugarins.
Deila:
Öllum leyfðSöguþráður
Purrkur Pillnikk kom eins og vígahnöttur inn í íslenskan tónlistarheim í upphafi níunda áratugarins. Á átján mánaða ferli lék Purrkur Pillnikk ríflega sextíu lög á tæplega sextíu tónleikum og gaf nær allt út. Eitt lá eftir, fimm laga syrpa sem bar heitið Orð fyrir dauða, og fékk aðeins að hljóma einu sinni — á síðustu tónleikunum. Um það leyti sem sveitin varð fertug kom hún saman til að hljóð- og myndrita verkið eins og sjá má í heimildarmyndinni Purrkur Pillnikk: sofandi vakandi lifandi dauður, þar sem þessar upptökur fá að hljóma í bland við eldri upptökur og viðtöl.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Hljómsveitina skipuðu Einar Örn Benediktsson, Ásgeir Bragason trommuleikari, Bragi Ólafsson bassaleikari og Friðrik Erlingsson gítarleikari. Ásgeir lést árið 2015 og nú heldur Sigtryggur Baldursson um trommukjuðana.
Áhrif Purrks Pillnikks má greina víða og óhætt að segja að íslenskt tónlistarlíf hafi notið góðs af. Fjölmargt listafólk hefur breitt yfir tónlist þessarar áhrifamiklu sveitar og nægir þar að nefna Gus Gus og lagið þeirra If You Don\'t Jump (You\'re English) þar sem notast er við hljóðbút úr laginu Í augum úti.
Annar höfunda myndarinnar, Kolbeinn Hringur Bambus Einarsson, er sonur Einars Arnar Benediktssonar söngvara Purrksins.
Höfundar og leikstjórar

Kolbeinn Hringur Bambus EinarssonLeikstjóri





