Náðu í appið
Victim

Victim (1961)

"A Scorching Drama of the Most Un-Talked Subject of Our Time!"

1 klst 40 mín1961

Myndin segir frá virtum lögfræðingi sem er í góðu hjónabandi með konu en er einnig kirfilega fastur inni í skápnum svokallaða.

Rotten Tomatoes100%
Metacritic85
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Söguþráður

Myndin segir frá virtum lögfræðingi sem er í góðu hjónabandi með konu en er einnig kirfilega fastur inni í skápnum svokallaða. Hann ákveður að taka upp hanskann fyrir samkynhneigða karlmenn og sker upp herör gegn ítrekuðum fjárkúgunum og ofbeldi sem beint er gegn þeim í skjóli laga gegn samkynhneigð.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Lög gegn samkynhneigð voru í fullu gildi í Bretlandi og víðar þegar kvikmyndin kom út og var kvikmyndagerðarfólkinu í mun að gagnrýna þátttöku ríkisvalds í ofbeldi gegn fólki í viðkvæmri stöðu.
Kvikmyndin er sú fyrsta í Bretlandi til að gagnrýna þetta ómannúðlega fyrirkomulag, bann gegn samkynhneigð, og hlaut þegar hún kom út mikið lof fyrir áræðni og þor og telst í dag til klassískra kvikmynda breskrar kvikmyndasögu.

Höfundar og leikstjórar

Basil Dearden
Basil DeardenLeikstjóri
Janet Green
Janet GreenHandritshöfundur
John McCormick
John McCormickHandritshöfundur

Framleiðendur

Allied Film MakersGB
J. Arthur Rank OrganisationGB