Náðu í appið
Eftirleikir

Eftirleikir (2024)

Aftergames

1 klst 21 mín2024

Myndin fjallar um eftirleiki ofbeldisfullra átaka á milli nokkurra einstaklinga, sem eiga sér stað á þremur mismunandi tímapunktum yfir þrjá áratugi.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Söguþráður

Myndin fjallar um eftirleiki ofbeldisfullra átaka á milli nokkurra einstaklinga, sem eiga sér stað á þremur mismunandi tímapunktum yfir þrjá áratugi. Hver atburður er tengdur hinum í gegnum langvarandi afleiðingar og leiðir persónurnar að lokum til frumlegra hefndaraðgerða.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Allir þrír aðalleikararnir, Vivian, Andri og Jói G hafa fengið verðlaun fyrir frammistöðu sína á kvikmyndahátíðum (Cinema Scares - Andri, og PIFF - Vivian og Jói)
Myndin var tekin upp á þremur mismunandi tökutímabilum/árstíðum
Ólafur leikstjóri og framleiðandi myndarinnar sá einnig um alla eftirvinnslu og hljóðvinnslu.
Í þriðja kafla myndarinnar, sem gerist árið 2018, er farið með eftirfarandi línu: Það eru að meðaltali tvö morð framin árlega á Íslandi. Það sem af er þessu ári, 2024, hafa verið framin sjö morð.
Leikstjóri myndarinnar segir að orðið Ógnartryllir hafi verið búið til til að lýsa myndinni en orðið var notað í ördómi Morgunblaðsins árið 1992 til að lýsa myndinni Basic Instinct/Ógnareðli.

Höfundar og leikstjórar

Ólafur Árheim
Ólafur ÁrheimLeikstjóri

Framleiðendur

ÁrheimIS

Gagnrýni