Náðu í appið
The Damned

The Damned (2024)

1 klst 29 mín2024

Ekkja á nítjándu öld þarf að taka erfiða ákvörðun, einn sérlega erfiðan vetur, þegar skip sekkur skammt frá fátækum íslenskum sveitabæ.

Rotten Tomatoes89%
Metacritic64
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára

Hvar má horfa

Leiga
Síminn

Söguþráður

Ekkja á nítjándu öld þarf að taka erfiða ákvörðun, einn sérlega erfiðan vetur, þegar skip sekkur skammt frá fátækum íslenskum sveitabæ. Allar tilraunir til að bjarga áhöfninni munu hafa áhrif á matarforða bæjarins, þar sem íbúar svelta.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Tökur myndarinnar hófust á Vestfjörðum í febrúar 2023 og stóðu yfir í sex vikur. Leikarar og tökulið þurftu að þola ískulda á setti, enda hávetur á hjara veraldar.
Rory McCann, sem lék Sandor \'The Hound\' Cleganeer, í Game of Thrones, og leikur Ragnar í The Damned, er gull af manni, að því er Þórður Pálsson leikstjóri segir í samtali við Morgunblaðið. \"Hann er mjög hlýr og ekki með neina stjörnustæla. Hann er alvöru karlmaður og ekki í slæmri merkingu. Hann hafði ekki leikið í tvö ár þegar hann kom til mín því hann hafði farið í tvær hnjáaðgerðir. Hann var smá stressaður og var alltaf að koma til mín og spyrja hvort leikurinn hans hefði verið í lagi. „Was that okay boss?“ spurði hann reglulega,“ segir Þórður við Morgunblaðið.
Kvikmyndin kostaði um 725 milljónir króna, eða um fimm milljónir Bandaríkjadala. Leikstjórinn segist hafa fengið ameríska fjárfesta inn og fjármögnunin hafi tekið mörg ár.

Höfundar og leikstjórar

Thordur Palsson
Thordur PalssonLeikstjóri
Jamie Hannigan
Jamie HanniganHandritshöfundur

Framleiðendur

Ley Line EntertainmentUS
Wild Atlantic PicturesIE
Fís Éireann/Screen IrelandIE
Join Motion PicturesIS
Wrong MenBE
Protagonist PicturesGB

Gagnrýni