Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Tökur myndarinnar hófust á Vestfjörðum í febrúar 2023 og stóðu yfir í sex vikur. Leikarar og tökulið þurftu að þola ískulda á setti, enda hávetur á hjara veraldar.
Rory McCann, sem lék Sandor \'The Hound\' Cleganeer, í Game of Thrones, og leikur Ragnar í The Damned, er gull af manni, að því er Þórður Pálsson leikstjóri segir í samtali við Morgunblaðið. \"Hann er mjög hlýr og ekki með neina stjörnustæla. Hann er alvöru karlmaður og ekki í slæmri merkingu. Hann hafði ekki leikið í tvö ár þegar hann kom til mín því hann hafði farið í tvær hnjáaðgerðir. Hann var smá stressaður og var alltaf að koma til mín og spyrja hvort leikurinn hans hefði verið í lagi. „Was that okay boss?“ spurði hann reglulega,“ segir Þórður við Morgunblaðið.
Kvikmyndin kostaði um 725 milljónir króna, eða um fimm milljónir Bandaríkjadala. Leikstjórinn segist hafa fengið ameríska fjárfesta inn og fjármögnunin hafi tekið mörg ár.