Náðu í appið
Öllum leyfð

How the Grinch Stole Christmas 2000

(The Grinch)

Frumsýnd: 8. desember 2000

Inside a snowflake, like the one on your sleeve, there happened a story you must see to believe

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Myndin er byggð á þekktri bók eftir Dr. Seuss. Inni í snjókorni er töfralandið Whoville. Í Whoville búa the Whos, og þar elska allir jólin. En fyrir utan bæinn býr Trölli, sem óskemmtilegur náungi sem hatar jólin, og ákveður að stela jólunum frá the Whos, sem hann hefur ekki minni andstyggð á. Lítil stúlka, Cindy Lou Who, ákveður hinsvegar að reyna... Lesa meira

Myndin er byggð á þekktri bók eftir Dr. Seuss. Inni í snjókorni er töfralandið Whoville. Í Whoville búa the Whos, og þar elska allir jólin. En fyrir utan bæinn býr Trölli, sem óskemmtilegur náungi sem hatar jólin, og ákveður að stela jólunum frá the Whos, sem hann hefur ekki minni andstyggð á. Lítil stúlka, Cindy Lou Who, ákveður hinsvegar að reyna að vingast við Trölla. ... minna

Aðalleikarar


Grinch er fyndinn sérstaklega þegar Jim Carrey leikur hann þá gerist hún fyndnari og skemmtilegri þegar tröllið stelur Jólunum þá verður það fyndið en samt eins og þegar litlir krakkar horfa á hana þá fynst þeim hún ekkert svona voða frekar hrædd um að það gerist í alvöru. Mér finnst hún koma manni í jóla stuð svo að ég horfi alltaf á hana nokkrum dögum fyrir jól. þetta sínir jóla anda í endann sannan jóla anda.. :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þarna fer snillingurinn Jim Carrey að kostum sem jólaspillirin græni. Skemmtilegir búningar og flott gerfi hjálpa til með að gera þessa mynd alveg undarlega skemmtilega.

Handritið er einfalt og sterkt, enda er ekki farið ýkja langt frá upprunalegri sögu Dr. Seuss þó að það komi fram einstaka onlinerar sem alltaf er verið að skjóta inn í svona myndir til að gera þær, ja, ég veit ekki... til að gera þær auðskiljanlegri fyrir nútíma almúgan kannski. Það er alveg augljóst að Carrey er gefið eitthvað eftir svo að hann geti spunnið aðeins og er það til að gera myndina aðeins meira skemmtilegri, húmorískari og lifandi. Þetta tekst Ron Howard bara ágætlega en hefði alls ekki mátt láta þetta fara skrefinu lengra, þá væri myndin handónýt. Ég er samt ekki að segja að hún sé gallalaus, en mér finnst samt erfitt að koma auga á þá.

Einn af þeim er til dæmis sá að maður sér stundum alveg ekta Jim Carrey í gegnum gerfið þar sem hann er að ofleika (þetta er nú aðallega barnamynd þannig að það er í lagi) á stundum og þá hættir manni að finnast gaman. En það varir ekki lengi því að það er það mikið um að vera þannig að maður er fljótur að gleyma smáu mistökum Carreys. Það var sniðugt (reyndar nauðsynlegt) að hafa sögumann á bakvið allar gjörðir Grinch því að þar skín frásögn DR. Seuss betur í gegn og það er einnig farið beint með textan og rullur úr bókinni. Eins og sagt var þá eru búningar og gerfin ágætlega vel unnin og umhverfið nokkuð gott þó að ekki væri verið að hafa of mikið fyrir því að hafa það of ekta að sjá. Þannig að þetta er að mínu mati alveg ágætis jólaafþreying og ekki síst fyrir aðdáendur Jim Carrey.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vill byrja á því að segja að ég er enginn aðdáandi bókarinnar svo ég bjóst ekki við neinu merkilegu af myndinni.

Myndin er bara ágætis skemmtun og auðvitað grettir Jim sig á marga mismunandi vegur svo maður getur ekki annað en hlegið eða brosað.

Myndin er gerð þannig að nánast allir geti haft gaman af henni þó efast ég um það að þeir sem voru aðdáendur bókarinnar muni vera sáttir með myndina en annars er þetta ágætis fjölskyldu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er frábær jólamynd og kemur jólaandinn alveg beint í æð. Það skemmir svo auðvitað ekki að snillingurinn Jim Carrey er THE CRINCH. Ég mæli eindregið með myndinni.



JÓLARÁÐ: Horfa á þessa mynd, setja svo á sig jólasveinahúfu og labba um bæinn og kaupa jólagjafir. Fara svo á kaffihús og fá sér heitt kakó og vöfflur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef ekki mikið um þessa mynd að segja nema eitt að hún er einhver skemmtilegasta mynd sem ég hef séð í langan tíma Jim Carrey fer alveg á kostum æi þessari mynd og bregst aldrei!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn