Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
The Adventures of Rocky and Bullwinkle er að mínu mati bara nokkuð skemmtileg. Ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum með hana, allavega ekki miklum þar sem ég bjóst ekki við neinu meistaraverki. Myndin gengur út á það að þrír skúrkar úr teiknimyndaheimi(Robert De niro, Jason Alexander og Rene Russo)fara inn í raunveruleikann og leiðtoginn(De niro)ætlar sér að dáleiða gjörvalla amerísku þjóðina með því að sýna svo leiðinlegt sjónvarpsefni að menn verða heimskir á því að horfa á það. Teiknimyndahetjurnar Rocky og Bullwinkle eru svo á svipaðan hátt kippaðir inn í raunveruleikann og bjarga deginum ásamt FBI konunni Karen(Piper Perabo). Þessi mynd TAORAB er mjög hallærisleg og barnaleg en henni er kannski ætlað að vera þannig til að hæfa yngri aldurshópum þannig að það er ekki hægt að gagnrýna hana fyrir það. De niro er alveg frábær í hlutverki sínu(takið eftir því þegar hann vitnar í sjálfan sig í Taxi driver)og lífgar soldið upp á myndina, Russo er ólík sjálfri sér og það alls ekki á slæman hátt og Alexander er einnig þokkalegur. Í stuttu máli sagt er þessi mynd áhorfsins verð og fær tvær og hálfa stjörnu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Universal Pictures
Kostaði
$76.000.000
Tekjur
$35.134.820
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
9. mars 2001
VHS:
23. ágúst 2001