Náðu í appið
The Adventures of Rocky and Bullwinkle

The Adventures of Rocky and Bullwinkle (2000)

"It's not the same old bull."

1 klst 28 mín2000

35 árum eftir að The Rocky og Bullwinkle sýningin var slegin af, þá lifa aðalleikarar sjónvarpsþáttanna af tekjum af endursýningum þeirra í sjónvarpi.

Rotten Tomatoes42%
Metacritic36
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

35 árum eftir að The Rocky og Bullwinkle sýningin var slegin af, þá lifa aðalleikarar sjónvarpsþáttanna af tekjum af endursýningum þeirra í sjónvarpi. Til að bæta gráu ofaná svart þá hefur Rocky tapað hæfileikanum til að fljúga, og tréin í Frostbite Falls hafa öll verið hoggin niður. Á sama tíma í Pottsylvania, þar sem erkióvinir Rocky og Bullwinkle búa, þeir Fearless Leader, Boris og Natasha, er járntjaldið fallið, sem verður til þess að þau fara frá Pottsylvania, og grafa göng alla leið inn í sjónvarpið hjá Hollywood framleiðandanum Minnie Mogul. Hún skrifar undir samning sem gefur henni réttinn á að framleiða the Rocky and Bullwinkle kvikmyndina, og fyrir slysni þá dregur hún illmennin þrjú út úr sjónvarpinu, og breytir þeim í menn. Núna eru þau með ill áform um að dáleiða Bandaríkin, með RBTV ( Really Bad TeleVision), og deyfa alla, þannig að Fearless Leader geti farið í sjónvarpið og látið alla kjósa sig sem forseta. En nýr alríkislögreglumaður, Karen Sympathy, er með verkefni - hún á að ná í þá einu sem gætu mögulega yfirbugað þorparana - nefnilega Rocky og Bullwinkle. Með því að nota grænt ljós, þá sogast þeir Rocky og Bullwinkle út úr sjónvarpinu og verða raunverulegar þrívíðar tölvuteiknaðar persónur. Nú eru öll Bandaríkin dáleidd, og Fearless Leader mun halda ræðu sína innan 48 tíma!

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Des McAnuff
Des McAnuffLeikstjóri
Ken Lonergan
Ken LonerganHandritshöfundur

Framleiðendur

Tribeca ProductionsUS
Wildbrain EntertainmentUS
Universal PicturesUS
Jay Ward Productions
Capella InternationalUS
KC MedienDE

Gagnrýni notenda (1)

★★★★☆

The Adventures of Rocky and Bullwinkle er að mínu mati bara nokkuð skemmtileg. Ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum með hana, allavega ekki miklum þar sem ég bjóst ekki við neinu meistarave...