Náðu í appið
Fantasia 2000

Fantasia 2000 (1999)

"An update of the original film with new interpretations of great works of classical music."

1 klst 15 mín1999

Uppfærð útgáfa af meistaraverki Disney þar sem saman fara teiknimyndir og tónlist, nýjar túlkanir á sígildum meistaraverkum tónlistarsögunnar.

Rotten Tomatoes80%
Metacritic59
Deila:
Fantasia 2000 - Stikla

Hvar má horfa

Streymi
Disney+

Söguþráður

Uppfærð útgáfa af meistaraverki Disney þar sem saman fara teiknimyndir og tónlist, nýjar túlkanir á sígildum meistaraverkum tónlistarsögunnar. Myndin byrjar með óhlutbundinni myndskreytingu og baráttu ljóss og myrkurs, við undirleik fimmtu sinfóníu Bethoveen. Þá sjáum við ævintýri hnúfubakskálfs og félaga hans, við undirleik The Pines of Rome. Næst kemur gamansöm saga um nokkra aðila á fjórða áratug síðustu aldar í New York borg, við undirleik Rhapsody in Blue, eftir Gershwin. Þá er sagan um tindátann, við undirleik píanókonserts Dmitri Shostakovich númer 2. Þá veldur bjánalegur flamengófugl veseni í hópnum sínum með jójó-inu sínu við undirleik Karnivals dýranna. Þá er það sígilt atriði úr upprunalegri Disneymynd, The Sourserer´s Apprentice, með Mikka Mús í aðalhlutverkinu og þá kemur Pomp and Circumstance, með Andrési Önd í hlutverki aðstoðarmanns Nóa á Örkinni. Að lokum þá er sögð saga af lífi, dauða og endurnýjun skógar við undirleik The Firebird.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (4)

Aðeins verri en upprunalega, en samt fjandi góð

Ég hef alltaf talið að Fantasia 2000 sé sú mynd frá Disney sem hefur mest farið framhjá fólki, og er hún út af því með vanmetnustu myndum frá þeim. Hún er rétt svo slakari en uppruna...

★★★★★

Myndin var hreynt unaðsleg fyrir tónlistaráhugamenn þar nutu bæði litasrskyn og tóneyra sín. Ég sat dolfallin yfir þessu unaðslegu hljómum. þarna upplifaði ég eitthvað sem ég á aldre...

Þetta er frábærar teikningar, tónverkin pössuðu gjörsamlega inn í og ekki sé minnst á Hnotubrjótinn sem var með tónverk sem minnti helst á götur rómar, en smell passaði í þessari se...

Það er ekki hægt að gagnrýna Fantasiu 2000 á sama hátt og aðrar myndir þar sem hún er óhefðbundin kvikmynd. Hún er samsett af sjö tónverkum sem teiknararnir hjá Disney hafa búið til ...

Framleiðendur

Walt Disney PicturesUS
Walt Disney Feature AnimationUS