Náðu í appið
Öllum leyfð

Fantasia 1940

(The Concert Feature, Walt Disney's Fantasia)

Frumsýnd: 28. febrúar 1946

120 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 96
/100

Myndin er safn styttri mynda sem hver er gerð til að fylgja frægum tónverkum. „The Sorcerer‘s Apprentice“ segir frá Mikka Mús í hlutverk galdramanns sem fer yfir strikið í töfrum sínum, „The Rite of Spring“ segir sögu þróunarinnar frá einfrumungum til dauða risaeðlanna, „Dance of the Hours“ er gamansamur ballett með strútum, flóðhestum, fílum... Lesa meira

Myndin er safn styttri mynda sem hver er gerð til að fylgja frægum tónverkum. „The Sorcerer‘s Apprentice“ segir frá Mikka Mús í hlutverk galdramanns sem fer yfir strikið í töfrum sínum, „The Rite of Spring“ segir sögu þróunarinnar frá einfrumungum til dauða risaeðlanna, „Dance of the Hours“ er gamansamur ballett með strútum, flóðhestum, fílum og krókódílum. „Night on Bald Mountain og „Ave Maria“ etja öflum myrkurs og ljóss hvort gegn öðru í stórri orrustu dags og nætur.... minna

Aðalleikarar

Einstök og verulega áhrifamikil
Með samvinnu teiknara Disney og sinfóníu Leopold Stokowski kemur ein athyglisverðasta og ljóðrænasta kvikmyndaupplifun sem ég hef orðið fyrir. Með nær engu handriti (fyrir utan það sem kynnirinn segir) nær hún samt að halda athygli manns allan tímann. Sumir sýna meira listrænu hliðina heldur en að segja einhverja sögu.

Klassíska tónlistin eftir menn eins og Bach, Stravinsky, Beethoven og nokkra aðra passa frábærlega við myndina sjálfa. Það hlýtur að hafa tekið langan tíma að pæla í hvað átti að gerast í hverju atriði.

Öll atriðin í eru annaðhvort skemmtilegt að fylgjast með (eins og t.d. Nutcracker Suite, Dance of the Hours og The Sorcerer's Apprentice) listræn (t.d. The Rite of Spring) eða einstaklega kraftmikil (klárlega Night on Bald Mountain/Ave Maria, lokakaflinn).

Það er lítið annað hægt að segja um þessa mynd. Þó hún sé ekki ein af mínum uppáhalds teiknimyndum (mundi kannski komast neðarlega á top 10-15) þá er ekkert sem ég get kallað galla við hana. Hún er persónuleg, tekur sig alvarlega, listræni myndarinnar er með því mesta sem ég hef séð og ég skemmti mér út myndina, sem er lang lengsta teiknimyndin frá Disney.


9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fantasia Disneys er óumdeilanlega eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Walt Disney sjálfur átti frumkvæðið að þessari mynd og hann vann með meistara Leopold Stokowski, sem á þeim tíma stjórnaði sinfóníuhljómsveit Philadelphiu og var þekktasti stjórnandi þess tíma. Hugmynd Disneys var að Fantasia yrði tímalaus mynd, þ. E. a. S. að hægt væri að uppfæra hana hvenær sem er með nýrri tónlist og atriðum til þess að endurspegla nýja tíma. Vegna þess að myndinni var fremur slælega tekið af áhorfendum þegar hún var frumsýnd árið 1940 varð aldrei úr því að hún fengi slíka meðferð, fyrr en Fantasia 2000 kom út nýlega. Disney var mjög vonsvikinn yfir viðtökunum og hélt sig eftir það við hefðbundnar teiknimyndir á borð við Öskubusku og Hefðarkettina. Hugmyndin að Fantasiu er í raun mjög einföld. Misvel þekkt verk eftir misvel þekkta höfunda eru grunnurinn að því sem sést á tjaldinu. Fantasia inniheldur tónlist eftir t. D. Tchaikovsky (Hnotubrjóturinn), Mussorgski (Night on Bald Mountain), Schubert (Ave Maria), Bach (Toccata & Fugue) og fleiri. Teiknuðu atriðin eru látin falla að tónlistinni á mismundandi hátt. Til dæmis eru teikningarnar við Bach-verkið einungis túlkanir á því sem teiknararnir upplifuðu við hlustunina, á meðan Hnotubrjóturinn sýnir náttúruna lifna við eftir vetrarsvefn og fylgir henni fram til næsta vetrar, og Mussorgski-og Schubert-verkin eru sett saman í sögu um djöfulinn og sigur hins góða á honum. Svo er þekktasta myndin eflaust túlkunin á verkinu The Sorcerer and the Apprentice þar sem Mikki mús er í hlutverki lærlings sem gengur of langt í göldrum og lendir í baráttu við heilan her af lifandi kústum. Fantasia er klassískt verk og í raun skylduáhorf fyrir alla kvikmyndaáhugamenn. Ég mæli jafnframt með DVD-disknum, hann er stútfullur af áhugaverðum heimildarmyndum og staðreyndum um gerð myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn