Ofbeldi, grimmd, peningar, heimska, kynþáttafordómar, það vantar bara kynlíf og eiturlyf og þá yrði þessi mynd komin með allan skalann. En hvað gerir hana svona rosalega góða ??? Ja Guy...
Snatch (2000)
"Stealin' Stones and Breakin' Bones"
Turkish og vinur hans Tommy dragast inn í heim hnefaleika með fyrirfram skipulögðum úrslitum, af hinum alræmda Brick Top.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Turkish og vinur hans Tommy dragast inn í heim hnefaleika með fyrirfram skipulögðum úrslitum, af hinum alræmda Brick Top. Hlutirnir flækjast þegar hnefaleikamaðurinn sem þeir fá til að boxa fyrir sig er barinn til óbóta af írska sígaunanum ( pikey ) Mickey O´ Neil, en hann kemur til sögunar eftir að Turkish, sem skipuleggur hnefaleikabardaga án þess að hafa til þess leyfi, vill kaupa hjólhýsi af írskum sígaunum. Þeir reyna síðan að sannfæra O´Neil um að berjast fyrir þá, en tapa bardaganum viljandi. Á meðan allt þetta gerist, á sér stað stórt demantarán, og nokkrir skrautlegir aðilar koma inn í söguna, þar á meðal Causin Avi, Boris the Blade, Franky Four Fingers, og Bullet Tooth Tony. Enn versnar í því þegar allt fer að snúast um peninga, byssur og helvítis hundinn!
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda (20)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráLjómandi fín mynd frá Guy Ritchie og fjallar um vandamál veðmangara, demantaþjófa og öðru skrautlegu liði í London. Inniheldur alveg yndislegan húmor og mjög góða tónlist þó svo að ...
Það sem mér líkaði við Lock, stock and two smoking barrels var hinn frábæri óútreiknanleiki atvika. Það er engin ein hetja og þess vegna hefur hún raunverulegra yfirbragð. Það getur a...
Algjör friggin snilld ! Maður veltist um af hlátri yfir þessari mynd !! Brad Pitt leikur karakterinn sinn eins og snillingur ! Vinnie Jones stendur í sínu sem brjálæðingur með Desert Eagle ....
Þetta er snilldarmynd, það koma atriði sem maður getur ekki hætt að hlæja og önnur sem maður verður svo spenntur ég mæli með þessari mynd jafnvel mæli ég með að kaupa hana.
Hrein S N I L L D, þetta er ein fyndnasta mynd sem ég hef séð á minni stuttu ævi. Ég ætla ekkert að segja frá þessari mynd því þá spilli ég öllu fyrir ykkur, sem eigið eftir að sjá...
Guy Ritchie tekst aftur upp vel með sinni annarri mynd. Snatch er önnur saga úr undirheimi London og núna eru gyðingar, demantar, óskiljanlegir sígaunar og ólöglegt box í þessum sviðsljós...
Þessi mynd er frábær spennumynd sem er með Brad Pitt sem hefur leikið í frægum myndum til dæmis Fight Club og líka Vinnie Jones sem er skoskur og hefur leikið í Gone 60 Seconds og Lock,Stoc...
Þegar ég sá þessa mynd þá hélt ég að hún væri hundleiðinleg, en bar strax í byrjunni þá verður maður heltekinn af henni, hún er vel leikin, tónlistin er góð og svo er það alger ...
VÁÁÁ!!! Þvílik snilld. Brad Pitt fer á kostum sem hnefaleikakappi í þessari frábæru mynd eftir Guy (Lock, Stock...). Klippingarnar eru frábærar og líka tónlistin. Hvet alla til þess að...
Frábær mynd sem allir ættu að hafa gaman af sem hefur góðan húmor mikla spennu og frábæra fléttu sem kemur manni sífellt á óvart.
Snatch er önnur mynd Guy Ritchie og fannst mér ótrúlegt að maðurinn skyldi ná að toppa Lock, Stock and two smoking barrels svona rosalega.Hér er hann mættur með mikið lið af úrvals leiku...
Ágætis mynd, reyndar algjör endurtekning á myndinni Lock, stock and two... sami leikstjóri ,sömu leikarar, sama umhverfi og týpur og já, eiginlega nauðlík Lock, stock, sem mér fannst þó m...
Snilld, ein stór snilld. Guy Ritchie er ekki einungis að negla Madonnu, heldur er hann þessi fínasti kvikmyndagerðarmaður. Snatch er ósköp svipuð og Lock, Stock... en er einhvern veginn betri...
Framleiðendur























