Náðu í appið
Before Night Falls

Before Night Falls (2000)

2 klst 13 mín2000

Kaflaskipt sýn á líf kúbanska ljóðskáldsins og rithöfundarins, Reinaldo Arenas ( 1943 - 1990 ), allt frá barnæsku hans í Oriente til dauða hans í New York.

Rotten Tomatoes74%
Metacritic85
Deila:
Before Night Falls - Stikla

Söguþráður

Kaflaskipt sýn á líf kúbanska ljóðskáldsins og rithöfundarins, Reinaldo Arenas ( 1943 - 1990 ), allt frá barnæsku hans í Oriente til dauða hans í New York. Hann gengur til liðs við uppreisnarher Castro, og er árið 1964 í Havana. Hann hittir hinn auðuga Pepe, sem er ástmaður hans, og milli þeirra er ást-haturs samband sem endist í mörg ár. Það að vera í opinberu samkynhneigðu sambandi er leið til að ergja yfirvöld. Skrif hans og kynhneigð komu honum í vandræði; hann eyðir tveimur árum í fangelsi, og skrifar þar bréf fyrir samfanga sína og smyglar skáldsögu út úr fangelsinu. Hann verður vinur Lázaro Gomes Garriles, og býr með honum í fátækt í Manhattan eftir að hann fer frá Kúbu. Þegar hann er spurður að því afhverju hann skrifi svarar hann glettnislega; "Hefnd".

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (2)

Það er hrein synd að Before night falls, eða Antes de anochezca einsog skáldsagan sem hún er gerð eftir heitir á frummálinu, skuli ekki hafa náð sýningum í íslenskum bíóum. Það þa...

Í hæsta máta óhefðbundin kvikmynd um ævi kúbanska skáldsins og rithöfundarins Reinaldo Arenas. Spænski leikarinn Javier Bardem, sem maður hefur ekki séð í svona hlutverki áður, leikur ...

Framleiðendur

El Mar PicturesUS
Grandview PicturesUS