Náðu í appið
Öllum leyfð

Skólalíf - skólaslit 2001

(Recess: School's Out)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. nóvember 2001

Saving The World One Playground At A Time

82 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

TJ Detweiler og fimm bestu vinir hans, Vince LaSalle, Ashley Spinelli, Gretchen Grundler, Mikey Blumberg og Gus Griswald, eru loksins útskrifaðir úr fjórða bekk í skólanum við þriðja stræti. En fljótlega fer TJ að leiðast þegar vinir hans fara í sumarbúðir, eða þar til hann kemst að illu samsæri geggjaðs fyrrum skólastjóra, Dr. Benedict, sem ætlar að nota... Lesa meira

TJ Detweiler og fimm bestu vinir hans, Vince LaSalle, Ashley Spinelli, Gretchen Grundler, Mikey Blumberg og Gus Griswald, eru loksins útskrifaðir úr fjórða bekk í skólanum við þriðja stræti. En fljótlega fer TJ að leiðast þegar vinir hans fara í sumarbúðir, eða þar til hann kemst að illu samsæri geggjaðs fyrrum skólastjóra, Dr. Benedict, sem ætlar að nota lasergeisla sem hann stal frá hernum, til að breyta veðrinu þannig að það verði endalaus vetur, og þar af leiðandi alltaf skóli, allt árið! ... minna

Aðalleikarar


Jæja hvar byrja ég ?.... Mér fannst þessi mynd alveg ágæt hún hefði fengið meiri viðbrögð ef það hefði verið gert meira úr þáttunum.. Þeir voru sýndir á Stöð 2 fyrir eniu eða tvem árum. Ég hef farið á heimasíðu myndarinnar og er þetta þá rosalega flott sýnishorn svo ég skelti mér á myndina. Þetta er skemmtileg mynd fyrir krakka en fullorðnir eiga ekkert eftir að njóta sín þar nema kannski einhverjir örfáir en ég hef ekkert annað en að segja um þessa mynd en þetta er bara fín mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ókei, ég vil í fyrsta lagi taka fram að ég er ekki tveggja ára eða neitt, enda er myndin ekki fyrir þann aldurshóp. Ég myndi segja að þetta væri Simpson með aðeins ótvíræðari húmór, skiljiði. Ég fór með með litlu frænku minni á myndina og þrátt fyrir ýmsar utanaðkomandi truflanir (það ætti að banna að hleypa fólki inn þegar korter er liðið af myndinni!) þá nutum við myndarinnar vel. Þættirnir Skólalíf voru sýndir á Stöð tvö fyrir nokkrum árum á morgnana og myndin er ansi svipuð þeim. Myndin fjallar um hinn tíu ára gamla Teit sem upplifir hræðilega leiðinlegt sumar þegar vinir hans fara allir í sumarbúðir. En hann fattar einn daginn að eitthvað er ekki allt með felldu í auðum skólanunum. Enginn trúir honum, svo hann safnar vinum sínum saman, þeim Vince, Spinellí, Gunnu, Mikka og Geir. Saman berjast þau við illan skólastjóra og allskonar óþjóðalýð. Ansi mikil vitleysa, en fyndin vitleysa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn