Aðalleikarar
Leikstjórn
Jæja hvar byrja ég ?.... Mér fannst þessi mynd alveg ágæt hún hefði fengið meiri viðbrögð ef það hefði verið gert meira úr þáttunum.. Þeir voru sýndir á Stöð 2 fyrir eniu eða tvem árum. Ég hef farið á heimasíðu myndarinnar og er þetta þá rosalega flott sýnishorn svo ég skelti mér á myndina. Þetta er skemmtileg mynd fyrir krakka en fullorðnir eiga ekkert eftir að njóta sín þar nema kannski einhverjir örfáir en ég hef ekkert annað en að segja um þessa mynd en þetta er bara fín mynd.
Ókei, ég vil í fyrsta lagi taka fram að ég er ekki tveggja ára eða neitt, enda er myndin ekki fyrir þann aldurshóp. Ég myndi segja að þetta væri Simpson með aðeins ótvíræðari húmór, skiljiði. Ég fór með með litlu frænku minni á myndina og þrátt fyrir ýmsar utanaðkomandi truflanir (það ætti að banna að hleypa fólki inn þegar korter er liðið af myndinni!) þá nutum við myndarinnar vel. Þættirnir Skólalíf voru sýndir á Stöð tvö fyrir nokkrum árum á morgnana og myndin er ansi svipuð þeim. Myndin fjallar um hinn tíu ára gamla Teit sem upplifir hræðilega leiðinlegt sumar þegar vinir hans fara allir í sumarbúðir. En hann fattar einn daginn að eitthvað er ekki allt með felldu í auðum skólanunum. Enginn trúir honum, svo hann safnar vinum sínum saman, þeim Vince, Spinellí, Gunnu, Mikka og Geir. Saman berjast þau við illan skólastjóra og allskonar óþjóðalýð. Ansi mikil vitleysa, en fyndin vitleysa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Joe Ansolabehere, Jonathan Greenberg
Framleiðandi
Buena Vista Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
2. nóvember 2001
VHS:
16. maí 2002