Náðu í appið
Kill Me Later

Kill Me Later (2001)

"Not every hostage wants to be saved!"

1 klst 29 mín2001

Shawn Holloway hefur átt ömurlegt líf allt frá því hún var ellefu ára gömul, þegar faðir hennar fór að heiman og hún varð eftir hjá...

Rotten Tomatoes26%
Metacritic34
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Shawn Holloway hefur átt ömurlegt líf allt frá því hún var ellefu ára gömul, þegar faðir hennar fór að heiman og hún varð eftir hjá móður sinni, sem átti við ýmsa erfiðleika að etja. Nú er hún útskrifuð, vinnur í banka og er hjákona kollega síns Matthew Richmond. Þegar hún kemst að því að eiginkona Matthew er ófrísk, þá ákveður hún að fremja sjálfsmorð. Hún fer upp á þak, hellir í sig vodka, og reynir að safna kjarki til að hoppa fram af þakinu. Nágrannar sjá til hennar og hringja á lögregluna. Á sama tíma fremur Charlie Anders rán í bankanum þar sem hún vinnur. Þegar löggan kemur að bjarga henni þá er ránið í gangi og löggan skýtur einn ræningjann. Ökumaðurinn sleppur og Charlie fer upp á þak. Þar kemur hann í veg fyrir sjálfsmorð Shawn. Þau gera með sér samkomulag: Hún hjálpi honum að flýja, og hann gefi henni 50 þúsund Bandaríkjadali, og skjóti hana síðar til bana.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Greg Grunberg
Greg GrunbergLeikstjóri
Annette Goliti Gutierrez
Annette Goliti GutierrezHandritshöfundur

Framleiðendur

Curb Entertainment
Amazon Film Productions