Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Twin Falls Idaho 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. nóvember 2001

A different kind of love story.

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Francis og Blake Falls eru síamstvíburar sem búa saman í litlum snyrtilegu herbergi í niðurníddu hóteli. Þeir deila nokkrum líffærum, en Blake er sá sem er alltaf í góðu formi en Fancis er veikbyggður. Nú kemur til sögunnar ung kona, sem breytir öllu. Hún og Blake taka upp samband, og hún sannfærir þá um að fara í hrekkjavökupartí, þar sem þeir geta... Lesa meira

Francis og Blake Falls eru síamstvíburar sem búa saman í litlum snyrtilegu herbergi í niðurníddu hóteli. Þeir deila nokkrum líffærum, en Blake er sá sem er alltaf í góðu formi en Fancis er veikbyggður. Nú kemur til sögunnar ung kona, sem breytir öllu. Hún og Blake taka upp samband, og hún sannfærir þá um að fara í hrekkjavökupartí, þar sem þeir geta óhræddir komið eins og þeir væru í búningi. að lokum verður Francis mjög veikur og það verður að skilja þá bræður að. Það hefur í för með sér líkamlegt og andlegt álag. ... minna

Aðalleikarar


Ég ákvað að skrifa aðeins um Twin Falls Idaho aðalega því að ég tók eftir að það er bara enginn umfjöllun um þessa jú frábæru mynd.

Kannski fyrst að fjalla aðeins um hvað hún er áður en ég fer að rýna meira í myndina, og segja mitt álit.


Myndin fjallar um tvo bræður sem eru alveg eins og allir aðrir, hafa áhugamál, drauma og umfram allt tilferningar.

Eina sem sker þá í sundur frá öðrum, er sá að þeir eru síamstvíburar. Þeir leigja herbergi í subbalegu hóteli, og fela sig þar fyrir umheiminum. En svo einn dag, kemur ung stúlka í líf þeirra, sem á eftir að breyta ýmsu í þeirra lífi.


Myndin finnst mér mjög góð, hún er falleg og hugljúf. Hún lýsir vel þeirri þrautseigu, að vera ávalt saman, og hvernig þeir ná að spjara sig í lífinu, og hversu vel þeir hugsa um hvorn annan, og bara þykja vænt um hvorn annan.

Þetta er ekki ein af þeim myndum sem mikið gerist, og það er kannski ekki mikið verið að leggja í söguþráðinn sjálfan, heldur meira verið að fjalla um mannlegar tilferningar.

Mér fannst myndin mjög góð, og mæli ég eindregið með því að fólk taki þessa, þ.e.a.s. ef fólk finnst gaman af hugljúfum og mjög svo dramatískum myndum.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn