Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég ákvað að skrifa aðeins um Twin Falls Idaho aðalega því að ég tók eftir að það er bara enginn umfjöllun um þessa jú frábæru mynd.
Kannski fyrst að fjalla aðeins um hvað hún er áður en ég fer að rýna meira í myndina, og segja mitt álit.
Myndin fjallar um tvo bræður sem eru alveg eins og allir aðrir, hafa áhugamál, drauma og umfram allt tilferningar.
Eina sem sker þá í sundur frá öðrum, er sá að þeir eru síamstvíburar. Þeir leigja herbergi í subbalegu hóteli, og fela sig þar fyrir umheiminum. En svo einn dag, kemur ung stúlka í líf þeirra, sem á eftir að breyta ýmsu í þeirra lífi.
Myndin finnst mér mjög góð, hún er falleg og hugljúf. Hún lýsir vel þeirri þrautseigu, að vera ávalt saman, og hvernig þeir ná að spjara sig í lífinu, og hversu vel þeir hugsa um hvorn annan, og bara þykja vænt um hvorn annan.
Þetta er ekki ein af þeim myndum sem mikið gerist, og það er kannski ekki mikið verið að leggja í söguþráðinn sjálfan, heldur meira verið að fjalla um mannlegar tilferningar.
Mér fannst myndin mjög góð, og mæli ég eindregið með því að fólk taki þessa, þ.e.a.s. ef fólk finnst gaman af hugljúfum og mjög svo dramatískum myndum.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
9. nóvember 2001
VHS:
27. febrúar 2002