Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

I Am Sam 2001

(I'm Sam)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. mars 2002

love is all you need

132 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 36% Critics
The Movies database einkunn 28
/100

Sam Dawson er með þroska á við 7 ára gamalt barn. Hann vinnur á Starbucks og er með ofurást á Bítlunum. Hann á dóttur með heimilislausri konu; en hún yfirgefur þau feðginin um leið og þau koma af spítalanum. Hann kallar dóttur sína Lucy Diamond ( eftir Bítlalaginu ) og elur hana upp. En þegar hún verður 7 ára gömul sjálf, þá fara takmarkanir Sam að... Lesa meira

Sam Dawson er með þroska á við 7 ára gamalt barn. Hann vinnur á Starbucks og er með ofurást á Bítlunum. Hann á dóttur með heimilislausri konu; en hún yfirgefur þau feðginin um leið og þau koma af spítalanum. Hann kallar dóttur sína Lucy Diamond ( eftir Bítlalaginu ) og elur hana upp. En þegar hún verður 7 ára gömul sjálf, þá fara takmarkanir Sam að koma í ljós og valda vandræðum í skólanum; hún passar sig viljandi að vera ekki of klár til að láta pabba sinn ekki líta illa út. Yfirvöldin taka hana frá honum á endanum, og Sam fær dýran lögfræðing, Rita Harrison, til að taka mál sitt að sér án þess að taka fyrir það gjald. Í ferlinu þá kennir hann henni ýmislegt um ástina, og hvort að það sé í raun allt sem maður þarf. ... minna

Aðalleikarar

Stórkostleg költ-mynd
I Am Sam segir söguna um föður sem heitir Sam Dawson sem hrjáist af móngólisma og hann verður svo faðir. Lucy Diamond Dawson heitir stúlkan hans Sam og til allrar hamingju slapp Lucy við þessi veikindi sem faðir hennar hrjáist af. Í myndinni er sögð sagan um hann Sam Dawson sem er kærður af barnaverndarnefnd og Lucy verður svo tekin af honum útaf því að hún og hann eru með svipaða greindarvísitölu og með hverju árinu sem Lucy eldist þá fær hún hærri greindarvísitölu en ekki Sam (Fact). Og svo fer Sam að vinna eitthvað í málunum að ná henni til bara sín.


Sean Penn leikur Sam Dawson, þetta hlutverk er eitt eftirmynnilegasta hlutverkið að mínu mati sem Penn hefur tekið að sér. Myndin fékk aðeins einn Óskar (Skynjalega) því það voru stærri myndir í boði á þessu ári (2001) meðal annars The Lord of the Rings 1 og Amelie (Og fleiri) sem nældu í Óskarinn. Lucy er 7 ára í myndinni, hún skammaðist sín fyrir föður sinn útaf veikindunum. Sam vinnur á kaffihúsi og þá á hann ekki til mikla peninga fyrir lögfræðingi en svo lendir hann svo heppilega á þessum góða lögfræðing Rita Harrison Williams sem var ekki svo hörð á peningum. Og svo reglulega fer Sam og aðrir virir hans (Með móngólisma líka) og halda svona bíókvöld og saman öll þau Sam, Rita, Lucy og vinirnir hans og svo fósturfjölskyldan hennar Lucy sem standa öll saman um að fá Lucy aftur heim til sín. Eins og ég sagði " fósturfjölskyldan" já Lucy fer til fósturfjölskyldu á meðan málið er í gangi og allir sem Sam þekkir eru svo góðir við hann og reyna að gera hvað sem er til að fá hana aftur heim til sín.


Einkunn: 9/10.

Taglines: Sam" I am her father and if they would to see Lucy then they have to come and visit us" (Make sense)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sean Penn fer á kostum í þessarri myn og hefði átt að fá óskarinn fyrir hana.

Myndin segir frá þroskaheftum mnni sem eignast dóttur, konan stingur af og skilur hann því einan eftir með uppeldið.

Þegar stúlkan verður 7 ára gömul fer félagsmálastofnun að skipta sér af vegna þess að stúlkan heldur aftur af sér í náminu, til að verða ekki gáfaðari en pabbi sinn.

Myndin fjallar því um forræðisdeilu þroskahefts manns yfir dóttur sinni.

Myndin er uppfull af góðum húmor þó sérstaklega í kringum videokvöldin, hjá honum og vinahópnum hans, sem eru sprenghlægileg.

Ég bjóst ekki við miklu af þessarri mynd en varð mjög ánægður með hana og mæli eindregið með því að allir sjái hana.

Hún er mjög manneskjuleg og hefur að geima mjög góðan boðskap, hún gæti jafnvel vakið upp spurnigar hjá fólki.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin fjallar um þroskaheftan föður sem er snilldarlega leikin af Sean Penn. Hann er að berjast fyrir því að fá forræði yfir dóttir sinni og fær sér lögfræðing (Pfeiffer). I am Sam er mjög góð mynd, uppbyggileg og góð. Leikararnir standa sig frábærlega en myndin er full væmin. Samt sem áður verður væmnin ekki yfirþyrmandi þar sem leikurinn er svo sterkur að maður gleymir væmninni. Þetta er tvímælalaust þriggja klúta mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sean Penn sýnir frábæran leik í þessari mynd þar sem hann leikur heimskingja ekki ósvipaðan Forrest Gump. Hann eignast barn í byrjun myndarinnar með unnustu sinni en mjög stuttu eftir það skilur hún hann eftir með barnið sem er stelpa. Sam (Sean Penn) nær til að byrja með góðu sambandi við Lucy (Dakota Fanning) en þegar hún er nýbyrjuð í skóla er hún orðin miklu gáfaðari og klárari en pabbi sinn. Það verður þó ekki til að eyðileggja samband þeirra. Þegar Lucy á 7 ára afmæli og Sam ætlar að halda fína veislu fyrir hana ræðst hann á krakka sem segir að Lucy hafi sagt að hann væri hálfviti. Það verður til þess að hann fær ekki að hitta Lucy nema sárasjaldan undir eftirliti en hann sættir sig alls ekki við það. Hann fær hjálp frá lögfræðingnum Ritu (Michelle Pfeiffer) til að reyna að fá dóttur sína aftur en það er hægara sagt en gert. Mér fannst þessi mynd alls ekki slæm og leikurinn í henni er frábær enda fékk Sean Penn Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir sitt hlutverk.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn