Dark Blue World
2001
(Tmavomodrý svet)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 5. september 2003
112 MÍNTékkneska
62% Critics 56
/100 Það er 15. mars árið 1939. Þjóðverjar ráðast inn í Tékkóslóvakíu. Tékkneskir og Slóvakískir hermenn flýja til Englands og ganga þar í raðir konunglega flughersins. Eftir stríðið, þegar þeir koma heim, eru þeir settir í þrælkunarbúðir, grunaðir um and-kommúnískar hugmyndir. Myndin flakkar á milli eftirstríðsbúðanna þar sem Franta er haldið... Lesa meira
Það er 15. mars árið 1939. Þjóðverjar ráðast inn í Tékkóslóvakíu. Tékkneskir og Slóvakískir hermenn flýja til Englands og ganga þar í raðir konunglega flughersins. Eftir stríðið, þegar þeir koma heim, eru þeir settir í þrælkunarbúðir, grunaðir um and-kommúnískar hugmyndir. Myndin flakkar á milli eftirstríðsbúðanna þar sem Franta er haldið föngnum, og Englands í stríðinu, þar sem Franta er sem bróðir fyrir Karel, sem er mjög ungur flugmaður. Við heræfingu þá brotlendir Karel úti í sveit hjá heimili Susan, enskrar konu, en eiginmanni hennar er saknað úr stríðinu. Hún eyðir einni nóttu með Karel, og hann telur sig hafa fundið ástina. Það flækir málin að Susan er hrifin af Franta. Hvernig munu þau þrjú leysa úr þessum málum? Og hvað gerist þegar stríðinu lýkur?... minna