Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Jalla Jalla fjallar um vinina Roro og Máns sem starfa við þrif í almenningsgörðum í Stokkhólmi. Máns á við það vandamál að stríða að hann nær honum ekki upp - hvað sem hann reynir. Roro á hins vegar við ólík vandamál að stríða, hann er af líbönskum ættum og þ.a.l. á að hann að giftast stúlku sem er valin af foreldrum hans. Roro þekkir stúlkuna ekki neitt og hann þorir ekki að segja kærustunni frá þessu. Hins vegar ákveður hann ásamt ,,verðandi eiginkonu sinni að látast sem þau ætli að giftast til að fá frið fyrir ágengum ættingjum. Svona er söguþráður Jalla Jalla í stuttu máli. Hér er á ferðinni alveg frábær og bráðskemmtileg sænsk gamanmynd sem hefur farið sigurför um Norðurlöndin. Einhverja hluta vegna stoppaði hún stutt í bíó hér á landi. Mæli hiklaust með þessari mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sonet Film
Tekjur
$871.351
Frumsýnd á Íslandi:
11. janúar 2002