Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ótrúlega sjarmerandi kvikmynd eftir Miru Nair, best þekkta kvenkyns leikstjóra Indverja. Myndin segir frá fjölskyldu sem er í miðjum brúðkaupsundirbúningi, þar sem dóttirin er að fara að giftast manni sem hún hefur aldrei séð áður eins og jafnan gerist í Indlandi. Nair tekur þessar aðstæður, sem virðast frekar órómantískar, og tekst að sýna það að ástin getur blómstrað hvar sem er og hvenær sem er. Þrátt fyrir að fjalla um þennan gamla sið á frekar jákvæðan hátt notar Nair tækifærið og gagnrýnir margt í indverskri menningu, þ.á m. lítið jafnrétti á milli kynjanna, stéttaskiptingu, og kynferðislegt ofbeldi. Hún sýnir jafnframt fram á það að Indverjar eru ótrúlega vestrænir og hafa oft á tíðum sömu gildi og við hin. Leikhópurinn skilar frábærum leik og tónlistin er sér kapítuli út af fyrir sig. Monsoon Wedding er lítil perla sem flestir láta eflaust fram hjá sér fara, en hún er sannarlega þess virði að sjá. Allir út á leigu!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
USA Films
Kostaði
$555.555
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
9. nóvember 2001