Náðu í appið
Bönnuð innan 10 ára

Vanity Fair 2004

Frumsýnd: 23. mars 2005

In a time of social climbers, Becky Sharp is a mountaineer.

141 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 51% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Breska heimsveldið stendur í blóma; hið framandi Indland heillar marga Breta. Becky Sharp er munaðarlaus dóttir málara og söngvara. Hún fer frá stúlknaheimilinu til að gerast ríkisstjórafrú, með kjarkinn, skynsemina, útlitið, frönskukunnáttuna, og auga fyrir því hvernig á að klífa metorðastigann, að vopni. Samfélagið gerir hvað það getur til að hindra... Lesa meira

Breska heimsveldið stendur í blóma; hið framandi Indland heillar marga Breta. Becky Sharp er munaðarlaus dóttir málara og söngvara. Hún fer frá stúlknaheimilinu til að gerast ríkisstjórafrú, með kjarkinn, skynsemina, útlitið, frönskukunnáttuna, og auga fyrir því hvernig á að klífa metorðastigann, að vopni. Samfélagið gerir hvað það getur til að hindra hana í að ná markmiðum sínum. Myndin gerist á 20 ára tímabili, og sagt er frá því þegar hún giftir sig, Napóleónstyrjöldunum, barni sem hún eignast, því hvernig hún er trú skólafélaga sínum, hverfulleika fjölskyldu stelpna sem hún kenndi, áhuga frá markgreifa sem leiðist og sem safnaði málverkum föður hennar. Heiðarleiki hægir á framgangi hennar. Hún er ekki aristókrat, né af millistétt, bara gáfuð, huguð og ómótstæðileg.... minna

Aðalleikarar


'Eg var fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Mér fannst hún mjög langdregin og leikararnir voru ekki góðir, jafnvel Resse Witherspoon.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fær mörg prik fyrir leikmynd og búninga. Þarna má bæði sjá fallega kjóla og flotta hermannabúninga. Allt á þetta að gerast á fyrri hluta 19. aldar. Reese Witherspoon leikur unga konu, sem tilheyrir efri stéttum samfélagsins í Brussell. Framvinda sögunnar er mjög hæg og líður vel áfram en samt er eins og það vanti einhvern neista í myndina. Hún umhverfist talsvert í kringum Witherspoon og það er á hennar valdi algerlega að gera þessa mynd áhugaverða og sjá til þess að áhorfandanum leiðist ekki. Henni tekst það næstum, sökum þess að hún er ekki að leika þetta neitt illa, auk þess sem hún er mjög sjarmerandi og stórglæsileg. En það er alveg á mörkunum að hægt sé að sitja yfir þessu. Handritið er bara alls ekki gott.Persónusköpun í myndinni er alveg skelfilega flöt og það vantar sárlega virkilegt illmenni eða þá verulega ástfangið fólk. Það eru eiginlega allt of margar sögupersónur í myndinni og það hefði verið betra að hafa þær færri og leyfa þeim svo að njóta sín betur með betri fléttu. Þetta á að vera einhvers konar drama en nær því samt ekki að vera klútamynd. Og það tekst ekki að skapa neina samúð með sögupersónum myndarinnar. Þannig er þetta eiginlega ekki nein sérstök dramamynd. Svo að eftir á séð er ég bara hreint ekki viss um í hvaða flokk skuli setja þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.09.2020

Sjáðu fyrstu myndirnar úr The Midnight Sky

The Midnight Sky, sem er í leikstjórn George Clooney og framleidd fyrir streymisveituna Netflix, er farin að taka á sig mynd. Tímaritið Vanity Fair birti í dag fyrstu stillurnar úr vísíndaskáldsögunni. Tökur á myndi...

15.04.2020

Sjáðu fyrstu myndirnar úr Dune

Heimsfræg vísindaskáldsaga Franks Herbert öðlast nýtt líf þar sem einvalalið leikara ræður ríkjum. Áform eru um að framleiða tvær myndir upp úr doðranti Herbert og lendir sú fyrri í kvikmyndahúsum rétt fyrir...

18.11.2017

Jack-Jack breytist í eldhnött í fyrstu kitlu úr The Incredibles 2

Nú eru 13 ár síðan við sáum síðast Parr fjölskylduna ótrúlegu í Pixar teiknimyndinni The Incredibles, en miðað við fyrstu kitlu úr framhaldsmyndinni, Incredibles 2, þá virðist sem sagan í þeirri mynd hefjist þar sem þeirri ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn