Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Undisputed 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. nóvember 2002

The Biggest Fight of Their Lives.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

George "Ice Man" Chambers er þungavigtarhnefaleikamaður í hæsta gæðaflokki. En allt fer í rugl þegar hann er sakaður um nauðgun og sendur í fangelsi. Þar inni heyrir hann af Monroe Hutchen, snjöllum hnefaleikamanni í fangelsinu sem er ósigraður sl. 10 ár. Það andar strax köldu á milli þeirra sem endar með slagsmálum í matsalnum. Samfangi þeirra Emmanuel... Lesa meira

George "Ice Man" Chambers er þungavigtarhnefaleikamaður í hæsta gæðaflokki. En allt fer í rugl þegar hann er sakaður um nauðgun og sendur í fangelsi. Þar inni heyrir hann af Monroe Hutchen, snjöllum hnefaleikamanni í fangelsinu sem er ósigraður sl. 10 ár. Það andar strax köldu á milli þeirra sem endar með slagsmálum í matsalnum. Samfangi þeirra Emmanuel "Mendy" Ripstein, sér tækifæri í þessu og setur upp viðureign á milli þeirra, til að ganga úr skugga um hver sé meistarinn. ... minna

Aðalleikarar


Frábærbardaga-atriði en ekki alveg nógu góður söguþráður, hann er dálítið slappur. En eins og ég sagði áðan eru bardagarnir alveg frábærir, og þeir einir eru næg ástæða til ða sjá myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Undisputed er ágætis boxmynd sem gerist í fangelsinu Sweetwater í Nebraska eyðimörkinni. Í því fangelsi er mikið lagt upp úr boxi og er sjálfur meistarinn í fangelsinu enginn annar en Wesley Snipes,harðjaxlinn sjálfur.En síðan kemur sjálfur heimsmeistarinn í þungavigt (Ving Rhames) í fangelsið og þá fer að hitna í kolunum milli þeirra tveggja og annarra manna í fangelsinu. Undisputed er ekkert meistarastykki en hún er ágætis afþreying engu af síður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Loksins komin almennileg boxmynd með almennilegum og ruddalegum boxatriðum.

Þetta er mynd sem fyllti alveg upp í allar mínar væntingar og örugglega flestra sem á hana eiga eftir að glápa.

Það er alveg sandur af þekktum leikurum í myndinni þó svo að enginn þeirra sé í rayninni að gera neinar gloríur.

Það er eitthvað við þessa sögu sem að maður þekkir og maður getur ímyndað sér að einhver hafi sest niður þegar að Mike Tison fór í fangelsið og ætlað að græða á þessu öllu saman.

Útkoman er ágætis pæling og maður getur alveg trúað því að svona sé hegðunin hjá merkum mönnum sem lenda í steininum, ÞAÐ GETUR ENGINN SNERT MIG.

Mæli eindregið með þessari mynd, hún er drullu góð.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

ÚFF....

Þetta er ótrúlega léleg mynd .... Ílla leikin, ótrúverðugur söguþráður, o.s.f.v. en umfram allt hrút leiðinleg. Og það er soldið merkilegt að það er allt sem leggst á eitt við að gera þetta að lélegir mynd. atriðin sem eiga að vera áhrifamikil verða hlægileg. Til dæmis það að einangrunarfangar séu settir í klefa og svo hurðin rafsoðin aftur !!! Þessi mynd er ekki virði 90 mín í lífi manns ;D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn