Náðu í appið
Öllum leyfð

Eldborg - sönn íslensk útihátíð 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. mars 2002

83 MÍNÍslenska

Myndin fjallar um ungmenni á séríslensku hópfyllerí á einni umtöluðustu útíhátíð seinni ára, Eldborg 2001. Tónleikastemmningin er aldrei langt undan og koma flestar vinsælustu hljómsveitir þess tíma við sögu í þessari sögufrægu mynd. Fram koma m.a.: Nýdönsk, Stuðmenn, Geirfuglarnir, Skítamórall, Buttercup, Jet Black Joe, XXX Rottveiler hundar ofl.

Aðalleikarar

Handrit


Sammála fyrsta ræðumanni. Drullu góð mynd og ansi spes að sjá svona útihátíð blá edrú í bíó á sunnudagskvöldið. Ég tek ofan af fyrir Eurovision skáldinu og kaffibarseigandanum sem reyndar er flúinn land en það breytir því ekki að myndinn er algjör snilld. Pearl Harbor . . . . . nei Stykkishólmur. lína sem fer beint á listann með are you talkin 'to me !??Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja - þá er loksins komin mynd um hina margumtöluðu Eldborgarhátíð sem svo mikið hefur verið talað um. Það er svolítið erfitt að átta sig á myndinni - hvert markmið hennar er. Ég fór á hana með því hugarfari að búast ekki við miklu en verð að segja að hún kom mér verulega á óvart, hún var mun betri en ég bjóst við. Þetta er ekki heimildarmynd, ekki tónlistarmynd, ekki bíómynd heldur svona sambland af öllu með miklum húmor því myndin er fyndinn frekar en eitthvað annað. Mörg óborganleg atriði hafa verið fest á filmu á Eldborg og ég held að í framtíðinni verði þetta frábær heimild um sanna íslenska útihátíð.


Kostirnir við myndina að hún er ekki að reyna að fela neitt, í sjálfu sér mátti kannski búast við að aðstandendur myndarinnar reyndu að fegra hátíðina en það gera þeir ekki. Einnig hefði mátt gera sér í hugalund að þeir reyndu að sjokkera fólk en það er ekki gert heldur. Þetta er bara það sama og á sér stað annarsstaðar í þjóðfélaginu um hverja einustu helgi. Og það er í sjálfu sér kannski sjokkerandi fyrir suma en svona er þetta bara hvort sem það er á Eldborg, miðbæ Reykjavíkur um helgar eða á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Myndin er líka rosalega fyndin - ég fór af henni með verk í maganum af hlátri. Mörg tónlistaratriðin eru líka vel útfærð.


Gallarnir eru samt þónokkrir. Lélegt sánd er á henni - stundum erfitt að greina hvað fólkið er að segja - sérstaklega í byrjun þó það lagist þó fljótt. Eins er myndatakan stundum ruglingsleg og margt hraðvirknislega unnið. En það kemur þó ekki að sök þegar á heildina er litið.


Fyrir þá sem voru á hátíðinni er þetta must see - ekki flóknara en það. Fyrir mig var nostalgían frábær og ég fékk sömu gæsahúðina þegar ég sá Jet Black í gær á tjaldinu eins og þegar þeir byrjuðu comeback-ið á laugardagskvöldinu á Eldborg forðum. Mörg viðtöl og myndatökur eru við gesti hátíðarinnar auk þess sem margir hátíðargestir sem ég kannast við sýna á sér áður óþekktar hliðar. Einn úr félagahópnum mínum kemur við sögu í myndinni og á óborganlega spretti :-)


Fyrir hina sem ekki voru á Eldborg er þetta mynd sem gefur raunhæfa lýsingu á því hvernig var. Ég mæli því með þessari mynd - hvort sem fólk var þar eða ekki því að umfram allt er hún skemmtileg og fyndin....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn