Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Intimacy 2001

Justwatch

Frumsýnd: 8. mars 2002

Every Wednesday, She meets once a week.

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Jay, misheppnaður tónlistarmaður, sem yfirgaf fjölskyldu sína, vinnur núna sem yfirbarþjónn á vinsælum bar í London. Á hverju miðvikudagskvöldi kemur kona heim til hans og þau stunda gróft, nær orðalaust, kynlíf. Dag einn eltir Jay hana, og kemst að því hver hún er ( og hún heitir í raun Claire ). Þetta hefur truflandi áhrif á samband þeirra.

Aðalleikarar


Hér er mynd sem mun vekja upp ýmsar tilfinningar hjá fólki. Margur mun verða sjokkeraður, hrifinn, jafnvel reiður er þeir sjá þessa mynd, en víst er að enginn getur horft á Intimacy án þess að verða hrærður á einn eða annan hátt. Því miður þá get ég ekki sagt að það geri þessa mynd þar af leiðandi góða. Intimacy fjallar um Jay og hans undarlega Miðvikudags samband við Claire. Hann á erfitt með að meta og skilja samband sitt við Claire, sérstaklega þar sem hún virðist ekki óska neins frá honum nema kynlífs. Inn í söguna flækjast svo tveir vinir hans og eiginmaður Claire. Sagan gerist í London, og minnir mig svolítið á myndina Naked, sem einnig fjallar um stefnulaust fólk með lélega lífsstaðla. En Intimacy er hvergi nálægt eins góð og Naked. Hún reynir svo mikið að vera ruglingsleg, með því að hafa söguþráðinn út alla myndina óútskýrðan og götóttan. Og jafnvel þó svo þessi kvikmyndastíll virki stundum, þá finnst mér hér að í staðinn fyrir að maður hrífist að sögunni og persónum, þá er maður að reyna að átta sig á því hvað er í raunninni að gerast á tjaldinu. Margur mun einblína á hið mjög svo opinskáa kynlíf í myndinni, sem er á köflum á við góða klámmynd. En þessi þáttu myndarinnar er ábyggilega einn af þeim betri, vegna þess að til að myndin virki þá var þessar opinskáu senur því sem næst nauðsynlegar. Svona í heild þá var ég ánægður með að hafa séð þessa mynd, en sorgmæddur yfir hversu lítið hún skilur eftir. Mig grunar að fólk muni annað hvort elska eða hata hana þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn