Pumpkin (2002)
Perky, hin fullkomna Carolyn og vinkonur hennar úr systralaginu Alpha Omega Pi, ætla sér að vinna titilinn systralag ársins með því að ganga í augun...
Söguþráður
Perky, hin fullkomna Carolyn og vinkonur hennar úr systralaginu Alpha Omega Pi, ætla sér að vinna titilinn systralag ársins með því að ganga í augun á the Greek Coucil með nýrri góðgerðarhugmynd sem á eftir að slá í gegn: að þjálfa þroskahefta íþróttamenn fyrir íþróttamót fatlaðra í héraðinu. Þegar Carolyn fær það verkefni að þjálfa Pumpkin þá er hún óttaslegin í fyrstu, en fljótlega sér hún eitthvað í honum sem hún hefur aldrei séð áður: nærgætnislega manngæsku og einlæga heiðríkju sem snertir sálu hennar. Vinum hennar og ofverndandi móður Pumpkin til mikillar armæðu, þá verður Carolyn ástfangin af Pumpkin, og er útskúfað í kjölfarið. Um leið og "fullkomið líf" Carolyn brotnar smám saman niður, þá kennir Pumpkin henni að það sem er fullkomið er ekki endilega svo fullkomið þegar öllu er á botninn hvolft.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur















