Sá Jonah: The Veggietales Movie fyrir stuttu á DVD, og skemmti mér vel að horfa á hana. Það sem heillaði mig mest við myndina er sagan og útlitið á myndinni, sem er alveg magnað. Myndin b...
Jonah: A VeggieTales Movie (2002)
"Fresh Fish. Mixed Vegetables."
Þegar bíllinn bilar hjá syngjandi grænmetinu, þá eru þau strand í gömlum sjávarréttarveitingastað í niðurníðslu, þar sem ekkert er sem sýnist.
Öllum leyfðSöguþráður
Þegar bíllinn bilar hjá syngjandi grænmetinu, þá eru þau strand í gömlum sjávarréttarveitingastað í niðurníðslu, þar sem ekkert er sem sýnist. Á meðan tómaturinn Bob og krakkanir bíða eftir bíl til að draga sig í burtu, þá segja "Pirates Who Don´t Do Anything" smá sögu um mann sem kallast Jonah. Hann var einskonar póstmaður nema að skilaboðin sem hann bar út komu beint frá Guði. Jonah unni starfi sínu, þar til dag einn að hann þarf að færa fólkinu í Nineveh skilaboð. Í staðinn fyrir að gera það sem hann átti að gera, þá siglir hann í öfuga átt um borð í sjóræningjaskipi. Fljótlega lendir Jonah í ævintýri sem leiðir hann í maga hvals, og að lokum til Nineveh þar sem endirinn er sprenghlægilegur.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



















