Aðalleikarar
Leikstjórn
Sá Jonah: The Veggietales Movie fyrir stuttu á DVD, og skemmti mér vel að horfa á hana. Það sem heillaði mig mest við myndina er sagan og útlitið á myndinni, sem er alveg magnað. Myndin byggir á sögu(ætla ekki segja hvaða, þið verðið að finna það sjálf) í Biblíunni, og nær myndin að lýsa henni vel. Sem kristinn maður, fannst mér gaman að sjá hvernig þeir ná að túlka söguna úr Biblíunni yfir í teiknimyndaform. Ég hef nú ekki séð neitt af Veggietales Series, en þessi sannfærði mig að þeir séu að gera góð verk. Hvert einasta detail er vel útfært, hvort sem það sé sagan, hvernig hún er gerð, talsetningin, umgjörð myndarinnar: Allt gert mjög vel. Svo eru skilaboð myndarinnar frábær. Þó stærsti markaðshópur þessarar myndar eru krakkar, ætti þessi mynd að henta fyrir unga jafnt sem eldri. Þetta er mynd sem ég hvet fólk að taka börnin sín með á og segi ég bara í lokin: Góða skemmtun.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Phil Vischer, Mike Nawrocki, Brent Le Page
Vefsíða:
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
17. nóvember 2006