Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Banger Sisters 2002

Justwatch

Frumsýnd: 24. janúar 2003

Some friendships last forever... like it or not.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Þegar Suzette, sem er á sextugsaldri, missir vinnuna sem barþjónn, þá ákveður hún að fara í ferðalag til að heimsækja gamla vinkonu sína Vinnie, en þær hafa ekki hist síðan þær voru grúppíur í gamla daga. Á leiðinni hittir hún Harry, taugaveiklaðan rithöfund sem segist vera á heimleið til að ræða málin við föður sinn, og sýnir henni svo byssu... Lesa meira

Þegar Suzette, sem er á sextugsaldri, missir vinnuna sem barþjónn, þá ákveður hún að fara í ferðalag til að heimsækja gamla vinkonu sína Vinnie, en þær hafa ekki hist síðan þær voru grúppíur í gamla daga. Á leiðinni hittir hún Harry, taugaveiklaðan rithöfund sem segist vera á heimleið til að ræða málin við föður sinn, og sýnir henni svo byssu sem hann er með. Þegar þau komast á áfangastað þá kemst Suzette að því að Vinnie er núna Lavinia, íhaldssöm húsmóðir sem er ekkert spennt fyrir því að fara að endurlifa gömlu dagana, og Harry ákveður að takast á við sjálfan sig í stað þess að gera upp við pabba sinn. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


The Banger sisters er góð en því miður þynnist hún þegar fer að líða á hana. Fyrstu tveir þriðjungarnir eiga þrjár stjörnur skilið en síðasti ekki nema tvær þannig að tvær og hálf stjarna held ég að sé sanngjarn dómur. Kostirnir eru þó nokkrir,til að mynda er myndin svona nokkurskonar óður til hippatímans þó að hún eigi að gerast árið 2002. Goldie Hawn fer á kostum í hlutverki sínu og hreinlega á alla myndina. Susan Sarandon stendur Goldie reyndar töluvert að baki en Geoffrey Rush kemur mjög sterkur inn í afskaplega kostulegu hlutverki. Það er hægt að hlæja eitthvað að myndinni en að mínu mati ekki alveg nógu oft. Þegar upp er staðið er The Banger sisters gölluð mynd en prýðileg engu að síður og ef þú ert ekki búin(n) að sjá hana sé ég ekkert að því að þú gerir það sem allra fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er óhætt að mæla með myndum eins og Banger Sisters fyrir alla, myndin segir af tveimur fyrrverandi grúbbpíum, önnur þeirra er föst í sama farinu (Goldie Hawn) en hin er búin að giftast lögfræðing og er orin ansi snobbuð (Susan Sarandon), hvað gerist svo þegar sú fyrrnefnda fer og hittir hina?

Vel leikin mynd með fullt af góðum leikurum en það er engum vöngum að velta yfir því að Geoffry Rush sýnir stórleik í aukahlutverki sem sérvitur rithöfundur sem aldrei hefur meikað það, hann ætti skilið tilnefningu fyrir hlutverkið.

Frábær og raunsæ gamanmynd sem engin ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.12.2016

Amy og Goldie í klóm mannræningja - Fyrsta stikla og bannaða stikla úr Snatched

Gamanleikkonunum Amy Schumer og Goldie Hawn er rænt í "Liam Neeson - Taken" stíl í fyrstu stiklunni fyrir nýjustu mynd sína, gamanmyndina Snatched. Í myndinni eru leikkonurnar í hlutverk mæðgna, þar sem Hawn er móðiri...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn