Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ron Jeremy sjálfur var á staðnum og reyndist hann vera afskaplega skemmtilegur og kammó náungi. Þrátt fyrir það verður að segjast að heimildamyndin um líf hans náði ekki að kafa djúpt ofan í það hver persónan Ron Jeremy er. Hún einblínir frekar á klámkónginn Ron sem sífellt er að sækjast eftir frægðinni í alvöru kvikmyndum, heldur en manninum á bak við opinberu persónuna. Hann kemur ágætlega fyrir, og virkar frekar viðkunnalegur en einmana maður, sem finnst leiðinlegt að heimurinn taki ekki eftir því að hann hafi upp á meira að bjóða en stóran lim. Góðar heimildamyndir, t.d. Crumb, kafa mun dýpra ofan í líf viðkomandi og sýna manni bæði hinar slæmu hliðar sem og hinar góðu. Pornstar virkar frekar eins og 80 mínútna auglýsing um ævi Jeremy en rannsókn á lífi hans. Og það er þar sem henni mistekst á endanum, en hins vegar er hún ágætlega skemmtileg. Mælt með fyrir þá sem hafa áhuga á manninum og eru forvitnir um það hvernig klámbransinn virkar. Tekið er fram að myndin er ekki fyrir viðkvæma.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
25. október 2002
VHS:
12. desember 2002