Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Max Rothman var hermaður í fyrri heimstyrjöldinni sem missti hægri handlegginn sinn við bardagann í Ypres, eftir stríðið árið 1918 opnar hann listasýningu í Þýskalandi þar sem hann hittir Adolf Hitler sem er þá listamaður að reyna vinna sig inn athygli. Max hvetur Hitler til þess að reyna meira í listinni meðan að herinn hvetur Hitler til þess að hjálpa Þýskalandi í pólitíkinni sem leiðir Hitler til þess að verða stjórnanda nasistaflokksins. Myndin hefur sitt markmið að reyna túlka fyrri ár Hitlers með því að skapa ósannsögulega persónuna Max Rothman sem er líka gyðingur í myndinni til þess að sýna erfiðleika Hitlers eftir fyrra stríðið og hvernig hann varð fastur í pólitíkinni. John Cusack sem leikur Max er ásættanlegur í hlutverkinu en því miður er John Cusack alltaf John Cusack, hann getur sjaldan breytt um persónu en hann rétt svo sleppur sem Max Rothman. Noah Taylor er þó mun betri sem Adolf Hitler, þó svo að Hitler í myndinni er afar svartsýnn og einmanalegur og jafnvel illur, þá tekur maður eftir hvernig reynt er að sýna heiminn gegnum augu hans. Max fullfyllti flesta möguleika sína þar sem þetta er mjög low-budget mynd og gerð á frekar stuttum tíma. Ég er eins sáttur og ég bjóst við og Max á skilið tvær og hálfa.