Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Betra að halda um rassinn ef maður lendir í svona hremmingum. Myndin fjallar um tvo félaga sem enda á röngum stað á röngum tíma þeir ákveða nefnilega að skella sér í skemmtiferðasiglingu en klikkuðu þó á að velja rétta ferðaskrifstofu. Annar þeirra er að reyna að komast yfir að hafa verið dömpað af kellingunni þegar hann baðst hennar og hinn er að reyna að rífa vin sinn upp úr svaðinu. Félagarnir fara í skemmtiferðasigliungu í leit að taumlausu kynlífi, með kvenfólki, en lenda þess í stað á homma siglingu.
Myndin heldur manni ekki á floti allan tímann og missir dampinn mjög djúpt í miðri myndinni með asnalega lélegum bröndurum en hún nær þó að rífa sig upp úr svaðinu og komast á réttan kjöl áður en mydin er á enda. Myndin er hálf leiðinleg á kafla en ekki gefast upp því hún skánnar til muna og eftir rúmlega hálfa mynd er maður meira að segja farinn að hlæja af bröndurunum.
Bíó? Nei síður en svo. Video? OK
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
VHS:
15. október 2003