Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fyrir ágætis hugmynd er myndin illa úthugsuð. Engin spenna, fáranlegar persónur og lélegt handrit. Myndin verður samt góð seinustu 20 minuturnar en það er alls ekki nóg til að bjarga myndinni. Andy Serkis kemur með góða frammistöðu sem grófur klikkhaus. Það er allt, bara léleg mynd í heild.
Þessi stríðshrollvekja er nokkuð góð og vakti áhuga minn og var tilnefnd til besta myndin á Fantasporto hátíðinni (vísindaskáldsögu og hryllingsmynda verðlaunin ef þið vitið ekki hvað það er). Myndin gerist í fyrri heimsstyrjöldinni og hópur breskra hermanna leita sér að skjóli í þýskri skotgröf. Þjóðverjarnir í skotgröfinni tala um eitthvað illt og reimleika í skotgröfinni en hermennirnir skilja ekkert hvað þeir eru að segja. Þegar nokkrir hermenn byrja að týnast og finnast drepnir á hrottalegan hátt fatta hinir að það er reimt í skotgröfinni og andarnir eru að láta þá drepa hvorn annan. Þótt að reimleiki í hryllingsmyndum er orðin klisja er hún notuð á nýjan hátt í Dauðavaktinni eða Deathwatch og er reimleikinn notaður á meiri frumlegan hátt. Tökum dæmi:Poltergeist fjallar um reimleika og draugagang og í henni er klisja breytt í eitthvað frumlegt eins og í þessari. Unglingahrollvekjur eins og House On The Haunted Hill og aðrar eru ekki frumlegar því þá eru það klisjur en þessi er allt öðruvísi ef þið vitið hvað ég er að tala um.
Ömuleg mynd í alla staði sem ég ráðlegg öllum að sleppa að sjá. Sagan er hallærisleg, illa skrifuð og leiðinleg.
Klippingin er það sem er einna vest af öllu og er algerlega tilefnislaus öðru hvoru......
Ég nenni ekki að eyða meiri tíma í þetta rusl efni. Takið bara mark á þessum orðum og sleppið þessu algerlega, þetta er fúlara en flest allt.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. nóvember 2003
VHS:
12. janúar 2004