Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barna

Secondhand Lions 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. nóvember 2003

111 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Hinn 13 ára gamli Walter hefur átt erfitt líf, og á móður sem fer frá einum vesaling til þess næsta. Áður en hún heldur í enn eina eiginmanns-veiðiferðina, þá skilur hún hann eftir hjá frændum sínum Hub og Garth. Þeir hurfu um þónokkurn tíma þegar þeir voru ungir, og sagt er að þeir hafi komist yfir mikla peninga, en móðir Walter vonast til að fá... Lesa meira

Hinn 13 ára gamli Walter hefur átt erfitt líf, og á móður sem fer frá einum vesaling til þess næsta. Áður en hún heldur í enn eina eiginmanns-veiðiferðina, þá skilur hún hann eftir hjá frændum sínum Hub og Garth. Þeir hurfu um þónokkurn tíma þegar þeir voru ungir, og sagt er að þeir hafi komist yfir mikla peninga, en móðir Walter vonast til að fá einhvern skerf af ef hún nær að koma syni sínum í mjúkinn hjá þeim. Þeir vilja ekkert með soninn hafa í fyrstu, en fara svo að taka hann í sátt, og segja honum ævintýralegar sögur af því hvað þeir gerðu þegar þeir létu sig hverfa á sínum tíma. Þegar móðir hans snýr til baka þá þarf Walter að taka stjórn á eigin lífi, og ákveða hvað hann ætlar að gera með það.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Tveir stórleikarar leiða hér saman hesta sína og er samvinna þeirra mjög góð og kannski helsti kostur myndarinnar. Myndin er ekki nærri því eins góð og hún hefði getað orðið. Í stað þess að gera hugljúfa og meinfyndna gamanmynd fara menn þá leið að gera hástemmda og væmna mynd. Það misheppnast að mestu leyti. Helsti kostur myndarinnar er sá að hún er fyndin á köflum en því miður eru þeir kaflar alltof stuttir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Secondhand lions er æðisleg mynd! Hún fjallar um tvo gamla karla(Michael Caine og Robert Duvall)sem einn daginn þurfa að passa frænda sinn (Haley Joel Osment). Karlarnir eiga fullt af peningum sem þeir eignuðust á dularfullan hátt á meðan þeir voru á ferð um heiminn í 40 ár. Segja þeir stráknum af ferðum sínum sem voru oft mjög skrautlegar. Lenda svo karlarnir og strákurinn í mörgum ævintýrum!

Myndin er oft mjög fyndin og þetta er skemmtileg hugmynd að söguþræði. En mér fannst hún stundum of væmin, en bandarískar myndir eru það nú oftast. Sérstaklega fannst mér Robert Duvall leika vel og auðvitað Haley Joel Osment. Það er alveg rétt að þetta en vanmetin mynd en ekki láta hana fram hjá ykkur fara!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Secondhand Lions er frábærmynd eitt besta verk Tim McCanlies þar sem leikararnir Michael Caine og Robert Duval fara á kostum og má nú ekki gleima Haley Joel Osment litla strákinum frá AI og the 6 sense sem sannar sig enn einusinni. Þessi mynd fjallar um 2 bræður sem hverfa í 20 ár minnir mig og einginn veit hvað þeir hafa verið að gera nema allir vita eitt að þeir eiga milljónir faldar hjá sér sem alla langar í. Í myndinni fara bræðurnir inná sína mögnuðu sögu um hvað gerðist á þessum drengs árum þótt þeir sé en jafn sprækir og æstir sem fyrr á árum en Haley littli kemur ínní söguna þegar að mamma hanns skilur hann eftir hjá bræðrunum aðalega til þess að láta hann tengast þeim þar sem hann gæti verið eini erfingi þeirra og mikil skemmtun gerist í kringum allt þetta já mæli mjög með henni fyrir alla gamanmynd með smá alvöru(drama) í sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Langbesta mynd sem ég hef séð á árinu í sínum flokk.

Second hand Lions verður án efa vanmetnasta mynd þessa árs, þar sem hún hefur ekki fengið neina umfjöllun og aðsóknin hefur einnig verið fremur slök.

Það breytir því ekki að ég skellti mér á hana, bjóst við góðri mynd en fékk þess í stað að sjá algert meistarastikki. Myndin segir af tveimur gömlum skörfum sem eiga skít nóg af peningum, búa upp í afdölum, þola ekki ætmenni en enda á því að þurfa að taka að sér unglings strák í pössun. Myndin er alveg sprenghlægileg og svakalega vel leikin, enda ekkert nema stórleikarar á ferð. Handritið er mjög vel skrifað og er ekki að finna í því neinar glopur eða óþarfa málalengingar heldur bara góða sögu sem vel hefur verið innt af hendi.

Niðurstaða: Vanmetnasta mynd ársins, sem ég ráðleggi fólki eindregið að missa alls ekki af því hún er meira en þess virði að skella sér á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn