Þessi mynd er byggð á sönnum atburðum og um það bil sem að þessir atburðir gerðust var afi minn í Californiu þar sem að allt þetta gerðist og ég vil bara þakka Guði fyrir því að ...
Monster (2003)
"The first female serial killer of America"
Sönn saga raðmorðingjans Aileen Wuernos, eins fyrsta kvenkyns raðmorðingjans, sem var sakfelld fyrir að narra menn til sín og drepa þá síðan, og var að lokum tekin af lífi árið 2002.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Sönn saga raðmorðingjans Aileen Wuernos, eins fyrsta kvenkyns raðmorðingjans, sem var sakfelld fyrir að narra menn til sín og drepa þá síðan, og var að lokum tekin af lífi árið 2002. Wuornos átti efiða æsku, litaða af misnotkun og eiturlyfjamisferli í Michigan. Hún varð vændiskona þegar hún var 13 ára gömul, og varð ófrísk sama ár. Hún flutti að lokum til Flórída þar sem hún byrjaði að vinna fyrir sér sem vændiskona við þjóðveginn, og þjónustaði einkum vörubílstjóra. Myndin fjallar um níu mánaða tímabil í lífi hennar, á milli 1989 og 1990, en þá átti Wuornos í lesbísku sambandi við unga konu að nafni Selby. Á sama tíma þá byrjar hún að myrða viðskiptavini sína til að reyna að ná í peninga án þess að þurfa að selja sig. Þegar hún er að lokum handtekin ber hún fyrir sig sjálfsvörn, en er að lokum sakfelld.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Verðlaun
Charlize Theron vann bæði Óskarsverðlaun og Golden Globe fyrir bestan leik í aðalhlutverki.
Gagnrýni notenda (7)
Hafði ekki miklar vonur vegna þessarar myndar. Ég fékk svo það sem ég bjóst við. Einhverja leiðinlega dramamynd um konu sem átt hefur það erfitt að hún ákveður að láta sína erfiðl...
Frábær drama sem byggir á sannsögulegum atburði. Charlize Theron sýnir hér ótrúlegan leik og þvílík umbreyting á einni manneskju. Hálf óhugnanlegt. Myndin er í alvarlegri kantinum en m...
Kvikmyndin Monster fer með áhorfandann allan tilfinningaskalann og snýr honum í marga hringi. Monster er stórkostleg kvikmynd sem skilur mikið eftir sig og sýnir manni mannlegan breiskleika á ...
Monster er svona alltílæ. Er víst byggð á sönnum atburðum og fjallar um vændiskonuna Lee er Charlize Theron leikur(af hverju hélt ég allan tímann að þetta væri Kim Basinger?)sem tekur up...
Hvað er hægt að segja um Charlize Theron sem ekki hefur verið sagt áður? Hún er gífurlega falleg, sjarmerandi og hefur skemmtilega útgeislun sem skilar sér vel á hvíta tjaldinu. Ekke...
























