Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er byggð á sönnum atburðum og um það bil sem að þessir atburðir gerðust var afi minn í Californiu þar sem að allt þetta gerðist og ég vil bara þakka Guði fyrir því að hann hafi ekki fengið þessa gleðikonu upp í sinn bíl eftir að hún sturlaðist. Þetta er mjög góð mynd um þessa hóru sem er lamin af einum viskiptavini og hann misnotar hana en hún drepur hann og eftir það verður hún alveg gaga. hún hittir unga konu og þær verða elskendur og hóran heldur áfram að drepa og loks finnur löggan hana og tekur hana í steininn. það er ekki mjög auðvelt að útskýra þessa mynd og þið verðið bara að sjá hana.
Hafði ekki miklar vonur vegna þessarar myndar. Ég fékk svo það sem ég bjóst við. Einhverja leiðinlega dramamynd um konu sem átt hefur það erfitt að hún ákveður að láta sína erfiðleika bitna á öllum öðrum. Það að Theron og Ricci eru lesbískt par er bara ekki nóg. Myndi halda að það væri erfitt að klikka á því. En það er víst ekki tilgangurinn með myndinni (sennilega bara einhverjir draumórar hjá mér :). Ég mæli alls ekki með þessari mynd, enda ein sú leiðinlegri í langann tíma. Horfði á myndina með tveimur af hinu kyninu og voru þær mér fyllilega sammála.
Frábær drama sem byggir á sannsögulegum atburði. Charlize Theron sýnir hér ótrúlegan leik og þvílík umbreyting á einni manneskju. Hálf óhugnanlegt. Myndin er í alvarlegri kantinum en með betri dramamyndum sem maður hefur séð. Christina Ricci er líka með góða túlkun á sínum karakter og gaman að sjá hana í alvöru mynd. Pottþétt skemmtun.
Það er ekki hægt að segja annað en að myndin sé mjög góð en ég var með hroll allan tímann yfir því hversu ljót manneskjan var.
Skutlan Charlize Theron leikur monsterið og maður sér hana aðeins skína í gegn, sennilega er það ástæðan fyrir hrollinum, það og að einhver manneskja hafi laðast að henni.
Það er alveg magnað hversu vel hún skilar hlutverkinu og fer hún hratt upp álitaskalann hjá mér þar sem ég leit hana aldrei þeim augum að hún kynni að leika, einungis að hún væri flott pía til að laða mann í bíó. En nóg um hana, Christina Ricci sýnir líka stór fínan leik í myndinni sem uppreisnagjörn lesspía sem heillast að MONSTERINU ótrúlegt hvað hún hefur sloppið vel frá Adams Famely.
Það er ekki hægt annað en að mæla með myndinni, ágætis drama en ekki fyrir neina spennufíkla.
Kvikmyndin Monster fer með áhorfandann allan tilfinningaskalann og snýr honum í marga hringi. Monster er stórkostleg kvikmynd sem skilur mikið eftir sig og sýnir manni mannlegan breiskleika á ógleymanlegan hátt. Myndin fjallar um vændiskonuna Aileen (Charlize Theron) sem hefur ekki átt sjö dagana sæla í gegnum ævina. Hún er komin á fremsta hlunn í lífinu og er að því komin að binda endi á þetta allt saman þegar hún kynnist Selby (Christina Ricci). Selby er lítil dekurstelpa og með Aileen getur hún sýnt foreldrum sínum að hún má sko hvað sem er. Samband Aileen og Selbyar þróast út ástarsamband og það er alltaf spurning um hver er að nota hvern. Aileen treystir ekki karlmönnum og tekur uppá því að drepa kúnnana og hirða peninginn. Það á eftir að draga dilk á eftir sér. Monster er ógleymanleg mynd sem allir kvikmyndaunnendur verða að sjá.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Newmarket Film Group
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
6. febrúar 2004