Náðu í appið
Chasing Liberty

Chasing Liberty (2004)

"Every family has a rebel. Even the First Family."

1 klst 41 mín2004

Líf Anna Foster hefur aldrei verið venjulegt.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Líf Anna Foster hefur aldrei verið venjulegt. Hún er 18 ára gömul, og nýtur meiri verndar en nokkur önnur stúlka í Bandaríkjunum, enda er hún dóttir forseta Bandaríkjanna. Anna er þreytt á því að vera ofvernduð af föður sínum og semur við hann um að hafa einungis tvo lífverði með sér þegar hún fer á tónleika í Prag. Þegar faðir hennar hættir við að standa við loforðið reiðist Anna og stingur af ásamt Ben Calder, myndarlegum ljósmyndara sem hún hittir fyrir utan tónleikastaðinn. Þau ferðast saman og stefna á ástargönguna í Berlín. Anna segir Ben ekki hver hún er og Ben segir sömuleiðis ekki rétt deili á sér. Ben er í raun að vinna fyrir föður Anna, og á að fylgjast með henni, en það var aldrei hluti af áætluninni að ástin kviknaði milli þeirra á bakpokaferðalagi þeirra um Evrópu. Þegar Anna uppgötvar hver Ben er í raun og veru, er óvíst með framhaldið á ástarævintýri þeirra.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Andy Cadiff
Andy CadiffLeikstjóri
Derek Guiley
Derek GuileyHandritshöfundur
David Schneiderman
David SchneidermanHandritshöfundur

Framleiðendur

Micro Fusion 2003-2
Alcon EntertainmentUS
Trademark FilmsGB
C.R.G. InternationalIT
ETIC FilmsCZ

Gagnrýni notenda (3)

Bekkurinn minn horfði á þessa mynd sem umbun (fyrst átti að horfa á Bad Santa en það klúðraðist. Allvega þá er þessi mynd ekkert sem maður hefur ekki séð í rómantískumgrínstelpumy...

★★★★★

Ég fór á þessa mynd og fannst hún æði! Bæði finnst mér Mandy Moore frábær leikona og söngkona og líka því ég dýrka rómantískar gamanmyndir. Hún fjallar um stelpu sem er dóttir f...

★★★★☆

Mér fannst Chasing Liberty mjög góð...þetta er svona mynd þar sem þar er alltaf að gerast eitthvað nýtt og nýtt....maður er hálfgjörlega á tánum....þetta er mjög sæt gamanmynd(með ...