Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Starship Troopers 2: Hero of the Federation 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

They're coming back to wipe us out!

88 MÍNEnska

Eftir blóðugan bardaga við skordýrin á plánetunni, þar sem fjöldi manna féll í valinn undir stjórn huglauss herforingja, þá leitar hópur hermanna skjóls í yfirgefinni herstöð. Læknirinn og hermaðurinn Lei Sahara finnur VJ. Dax ofursta og leysir hann úr haldi, en hann var skilinn eftir lokaður inni í klefa af hermönnum sínum, eftir að hann hafði drepið... Lesa meira

Eftir blóðugan bardaga við skordýrin á plánetunni, þar sem fjöldi manna féll í valinn undir stjórn huglauss herforingja, þá leitar hópur hermanna skjóls í yfirgefinni herstöð. Læknirinn og hermaðurinn Lei Sahara finnur VJ. Dax ofursta og leysir hann úr haldi, en hann var skilinn eftir lokaður inni í klefa af hermönnum sínum, eftir að hann hafði drepið hershöfðingjann. Dax og tveir hermenn fara í óvissuferð og bjarga J.G. Shephard hershöfðingja, og nokkrum hermönnum þegar þeir lenda í árás skordýra, og Shephard hækkar hann í tign. Á meðan þeir bíða eftir björgun, þá ráðast smá skordýr á heila þeirra í gegnum munninn, og ná stjórn á heila þeirra. Þegar Shephard ofursti er tekinn yfir af einni svona skepnu, þá reyna Dax og Sahara að koma í veg fyrir að hann komist aftur í Sambandið. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Það má segja að þessi mynd sé hálfgert 'spinoff' af fyrri myndinni. Það eina sem þessar myndir eiga sameiginlegt er að það er verið að berjast gegn risastórum pöddum. Annað er það eiginlega ekki.


Ég er mikill aðdáðandi fyrri myndarinnar, enda stórgóð mynd. Þessi mynd er aftur á móti ekki nærri því góð og hin. Hér gerist myndin öll á sama stað, og má segja að myndin sé eitt 90 mínútna atriði. Myndin er hálf illa gerð, með nokkrum sæmilegum leikurum og svo nokkrum sérlega lélegum á milli.


Hafði samt lúmskt gaman af myndinni, ég passaði mig bara á því í byrjun að setja heilann í 'hibernate' á meðan. Það er eiginlega nauðsynlegt ef á að hafa gaman af myndinni, og svo þar að auki að hafa fílað fyrri myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég leigði þessa mynd .. vegna þess að Starship Troopers var splendid mynd. Því miður er ekki hægt að segja það sama um þetta kvikyndi , en það eru gott sem engir frægir leikarar í henni, hvað þá leikarar sem geta leikið uppá marga fiska.

Myndin er hinsvegar hallærislega léleg á köflum , og maður getur hlegið af og til af henni.. en fyrir utan það þá held ég að enginn ætti að leigja hana.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég horfði á þessa mynd af því að mér fannst mynd nr.1 alveg frábær og gat ekki beðið eftir að sjá þessa. þessi mynd kom mér dálítið á óvart út af því að það eru engir sömu leikararnir og ekki sami leikstjórinn mér finnst það léglegt.

þetta er ekkert góð mynd en það voru nokkur góð atriði meðan þeir voru að skjóta risapöddur það voru flottu atriðin í myndinnni. það var ekki góður söguþráður og alltof oft búið að nota þessa sögu um að einhver geimvera sé að reyna að drepa alla á jörðinni. síðan síðar fara hermennirnir á yfirgefna herstöð eða varðturn og þar er enginn nema einn fangi sem er búinn að vera þar í 8 daga án matar og alls!! síðan er hann alveg svakaleg hetja. síðan koma 4 hermenn sem voru með hinum og með hershöfðingjann þeirra og þeir eru með einhverjar pöddur inní sér og eru að reyna að láta svona pöddur í hina. ég ætla ekki að segja meira til að eyðileggja fyrir ykkur. það var búið að segja við mig að þessi mynd væri algjör steypa af bróðir mínum og hann hafði rétt fyrir sér en ég fílaði þessa mynd smá. 3 stjörnur fyrir að vera starship troopers mynd. en ef ykkur fannst fyrri myndin góð þá skuluð þið sjá þessa en ég mæli ekki mikið með henni fyrir aðra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn