Náðu í appið

Mr. 3000 2004

(Mister 3000)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

He's putting the I back in team.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Stan Ross var hafnaboltastjarna en hætti að spila fyrir mörgum árum síðan þegar hann náði loksins 3.000 höggum. Nú mörgum árum síðar nýtur hann velgengni. Hann er frumkvöðull og hefur tekist að búa sér til allskonar viðskipti í kringum viðurnefni sitt: Hr. 3.000. En bókhaldsvilla verður til þess að í ljós kemur að Stan vantar þrjú högg upp á 3.000... Lesa meira

Stan Ross var hafnaboltastjarna en hætti að spila fyrir mörgum árum síðan þegar hann náði loksins 3.000 höggum. Nú mörgum árum síðar nýtur hann velgengni. Hann er frumkvöðull og hefur tekist að búa sér til allskonar viðskipti í kringum viðurnefni sitt: Hr. 3.000. En bókhaldsvilla verður til þess að í ljós kemur að Stan vantar þrjú högg upp á 3.000 höggin. Nú ríður á að Stan nái fullum 3.000 höggum, enda stendur til að vígja hann inn í frægðarhöll hafnaboltans. Nú þarf Stan að snúa aftur á völlinn til að endurheimta viðurnefnið með réttu. En ýmislegt hefur breyst með aldrinum, og Stan kemst að því að það er ekki auðvelt að komast aftur inn í leikinn sem hann hefur ekki spilað í mörg ár, og hann er að nálgast fimmtugt. ... minna

Aðalleikarar


Ágætis mynd með Bernie Mac í aðalhlutverki.


Fjallar um mann að nafni Stan Ross (Bernie Mac) og er hann hafnaboltahetja. Þegar Stan telur sig hafa slegið sitt 3000 högg, ákveður hann að hætta að spila hafnabolta á miðju leiktímabili, þar sem að hann hefur unnið sér rétt til þess að vera tekinn inn í frægðarhöll hafnarboltans. 9 árum seinna þegar það á að taka hann opinberlega inn í frægðarhöllina, kemur í ljós að það hafði verið talið vitlaust og hann hafði aðeins slegið 2997 högg. og því vantaði honum 3 högg upp á að ná 3000 högga markinu.


Hann ákveður því að koma sér í form og byrja aftur að spila hafnabolta, til þess að geta slegið þessi 3 högg sem uppá vantar.


En það er hægara sagt en gert fyrir nærri 50 ára gamlan mann sem hefur ekki spilað í 9 ár.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn