Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frábær mynd. Einstaklega vel skrifaðar og flottar samræður, mikil spenna og góðar leikframmistöður skara fram úr. Ætla ekkert í söguna(skoðið bara gagnrýni Ívars ef þið hafið áhuga á henni). Það sem mér fannst best er samleikur Kiefers og Jeffs, þó ég fílaði Jeff Bridges mun betur í hlutverki Barney, sem er örugglega með sjúkustu persónum sem ég hef séð hann túlka. Svo endar hún öðruvísi en ég átti von á, og alltaf gaman að fá ferskan endi. Lokaniðurstaða: Góð mynd með góðum leikurum sem þið ættuð að tékka á.
The Vanishing segir frá parinu Jeff(Kiefer Sutherland) og Diane(Sandra Bullock) sem eru á ferðalagi. Þau stoppa á bensínstöð og Diane skreppur inn en kemur svo ekki aftur. Jeff botnar ekkert í þessu og lögreglan getur lítið gert og okkar maður er alveg í öngum sínum. Þremur árum seinna er Jeff kominn með nýja kærustu hana Rita(Nancy Travis) en viti menn, hann fær bréf frá manni að nafni Barney(Jeff Bridges) sem segist vera ábyrgur fyrir þessu stórundarlega hvarfi og.....meira ætla ég ekki að segja frá söguþræðinum en ég get ekki neitað því að ég er hrifinn af þessari stórfínu mynd. Reyndar er hún ekki eins spennandi og hún hefði mátt vera en á móti kemur að samræðurnar eru langflestar alveg afburða vel skrifaðar þannig að ég ætla ekki að setja út á myndina út af því. Kiefer Sutherland leikur hinn þjáða Jeff nokkuð vel og það án þess að gera hann að algjörum aumingja. Nancy Travis og Sandra Bullock eru nokkuð fínar en Jeff Bridges er langbestur sem hinn bilaði Barney og kafar djúpt í hlutverkið. Endirinn er smellinn en eins og áður sagði þá vantar kannski aðeins meiri spennu. Annars er The Vanishing sallafín mynd sem eldist vel og fær þrjár og hálfa stjörnu fyrir ferskleikann, skemmtunina og snilldarleik frá castinu.