Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér er á ferðinni gömul og góð morðgátumynd. Fimm spæjurum er boðið í matarboð til sérvitrings sem er montinn af sjálfum sér og vill fyrir alla muni sanna sig fyrir spæjurunum. Ég hef reglulega gaman af þessari mynd Murder by Death en húmorinn er kannski ekki fyrir alla, verkar þó á mig. Reyndar leyfir myndin sér ekki að koma með einhverja almennilega miðju. Við fáum bara að berja augum langa byrjun og svo strax á eftir langan endi. Miðjan er engin. Við þetta verður myndin soldið grunn(ekki mikið). En það er samt hægt að dást að myndinni fyrir margt. Hún er soldið dularfull og myrk(allavega miðað við svona mynd)og endirinn kemur á óvart og er allt annað en fyrirsjáanlegur. Það er ekki einn einasti leikari í þessari mynd sem er leiðinlegur, allir eru að meika það en að mínu mati eru samt James Coco og Peter Falk bestir sem átvaglið Milo Perrier og hörkutólið Sam Diamond. Truman Capote leikur sérvitringinn Lionel Twain og lífgar upp á myndina en fær kannski aðeins of lítinn tíma á skjánum. Í stuttu máli sagt er Murder by Death virkilega góð og alveg ómissandi.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures Entertainment
Tekjur
$32.511.047
Aldur USA:
PG