Náðu í appið
Bönnuð innan Ekki við hæfi mjög ungra barnaÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Just Like Heaven 2005

Frumsýnd: 9. desember 2005

It's a wonderful afterlife.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Elizabeth Masterson, metnaðarfullur læknir í San Fransisco, gaf sér nánast aldrei tíma í neitt. Þegar systir hennar, tveggja barna móðir, stingur upp á manni fyrir hana til að hitta á stefnumóti, þá lendir hún í hörmulegu bílslysi og fellur í dauðadá. Á sama tíma flytur landslagsarkitektinn David Abbot til San Fransisco og af tilviljun, tekur á leigu íbúð... Lesa meira

Elizabeth Masterson, metnaðarfullur læknir í San Fransisco, gaf sér nánast aldrei tíma í neitt. Þegar systir hennar, tveggja barna móðir, stingur upp á manni fyrir hana til að hitta á stefnumóti, þá lendir hún í hörmulegu bílslysi og fellur í dauðadá. Á sama tíma flytur landslagsarkitektinn David Abbot til San Fransisco og af tilviljun, tekur á leigu íbúð Elizabeth. Á meðan hann er í íbúðinni þá ásækir andi Elizabeth hann. Hún man ekki hver hún er, man ekki eftir fjölskyldu sinni, né hvað hún vann við. Það eina sem hún man er íbúðin og hvar allir hlutir voru í henni. Til að leysa úr vandamálinu þá ákveður David að finna út úr því hver Elizabeth raunverulega er. Þegar hann er um það bil að finna svarið, þá verða þau ástfangin og þgear þau loks komast að því hver hún er, þá átta þau sig á því að örlögin eru að verki.... minna

Aðalleikarar

Sæt mynd
Just like heaven fjallar um annað tækifæri í lífinu. Annað tækifæri fyrir ást og að breyta lífi sínu og endurhefja það.

Elizabeth er ungur læknir sem er vinnualki og er að taka sólarhrings vaktir til að fá langtíma vinnu sem læknir á sjúkrahúsinu. Hún er lítið fyrir stefnumót og hefur aldrei verið í alvarlegu sambandi. Kvöld eitt bíður Abby systir hennar henni í heimsókn til að hitta mann.
David er nýfluttur inn í íbúð í San Fransico þegar draugur sem veit ekkert hver hún er né hvort hún sé með lífs eða liði og fer að reyna að hjálpa henni að komast að því. Á meðan á því stendur verða þau hrifin af hvort öðru en hvernig á sambandið að virka með vofu?

Myndin kemur skemmtilega á óvart, hún er mun skemmtilegri en maður heldur og er mjög gott ,,chemistry" á milli Mark Ruffalo og Reese Witherspoon. Ég mæli með henni sem chick flick eða date mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd. fyndin væmin og ... ja...frábær.

gerði mig að smá fífli þegar ég aahhh-aði í einu rómó atriði, og eitthvað fólk tók eftir.en þetta er frábær mynd með góðum og gildum húmor í bland við rómó atriði og svoleiðis. truflaði mig dálítið hvað Ruffalo var sætur. hefur hann verið í ræktinni. jammí. ef það væri nú gerð mynd um hann, það væri æði. allavega. Just like heaven er tíbísk chickflick mynd sem hefur það þó frammyfir hinar chickflick að (hafa Mark Ruffalo)vera um aðeins eldra fólk og hafa húmor
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Varúð! Viðbjóðslega væmin mynd! En ég er stelpa og því umbar ég það:-) Efnið finnst mér áhugavert, að láta rómantík kvikna hjá tveimur manneskjum sem báðar hafa aðeins 'annan fótinn á jörðinn' (hann andlega og hún líkamlega), þið skiljið. En hún fjallar sem sagt um ungan niðurdreginn mann, David (Mark Ruffalo), sem flytur í fallega íbúð þar sem hann fær óvænta óboðna sambýliskonu, Elisabeth (Reese Witherspoon), eða 'ráfandi sál' skulum við kalla hana. Þrátt fyrir ágreining þeirra á milli er ljóst að þau eiga ýmislegt sameiginlegt. David blessaður fer á bókasafnið og hittir þar kolruglaðan afgreiðslugaur, Darryl, sem er næmari en margir aðrir og fer John Heder snilldarlega með þetta frábæra hlutverk. Hann verður mikilsmetin aðstoð við ‘drauga’vandamál Davids í myndinni og stelur gjarnan senunni. Mörg skemmtileg atriði koma í kjölfar þess að David reynir að losna við Elisabeth úr íbúðinni, alls konar lið kemur til sögunnar, prestar, ‘ghost busters’ o.s.frv. Aðrir aukaleikarar eru lítið áberandi en standa sig samt vel. Sniðug klisja að hafa besta vin Davids, Jack (Donal Logue), sem sálfræðing. Hugmyndin er svolítið áhættusöm verð ég að segja, en þar sem ég er mjög ‘spiritual’ manneskja þá fannst mér myndin mjög skemmtileg, auk þess sem hún tekur sig mátulega alvarlega. Mark Ruffalo er algjört gull en Reese Witherspoon var frekar dauf, hvort sem það var svoleiðis sem persóna hennar átti að vera eða leiknum um að kenna. En ég kann samt alltaf vel við leikkonuna þótt hún sé ekki að sýna nein tilþrif. Mér leið mun betur eftir að hafa séð þessa væmnu rómantísku gamanmynd, hún hefur sérstaka ró yfir sér og það eru engin meiriháttar átök í henni, hún svífur svona þægilega áfram. Það gerist mátulega mikið og mátulega hratt til að maður njóti bara stundarinnar. Endirinn var samt yfirdrifið amerískur og dregur myndina niður, en af því allt hitt var svo ‘sætt’ og John Heder er snilld þá fær hún þrjár stjörnur. Mæli samt ekki með þessari mynd nema fyrir væmna kvenmenn eins og mig:-)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Just like heaven.

Just like heaven er ein af þeim bestu myndum sem ég hef séð sem eru ekkert svo margar og hún er líka með einum af þeim bestu leikstjórum Mark Waters.

Aðalhlutverkið er Reese Witherspoon, Mark Ruffalo, Donal Logue, Dina Spybey, Ben Shenkman, Ivana Milicevic, Jon Heder, Rosalind Chao, Chris Pflueger, Kerris Dorsey, Alyssa Shafer, Ron Canada sem eru rosa góðir leikarar!

Ég hef séð frumsýninguna og þessi mynd er æðisleg og ég mæli með hennni!

Ég gef henni alla vaga 4 stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn