Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Running Scared 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. apríl 2006

If anything can go wrong, it will - and at the worst possible time

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Glæpamaðurinn Joey Gazelle ber ábyrgð á því að láta byssur sem notaðar voru til að myrða tvær spilltar löggur við eiturlyfjaviðskipti á milli ítalskra mafíósa og blökkumanna, hverfa. Joey felur byssurnar í kjallaranum heima hjá sér, í stað þess að henda þeim í ánna, og tíu ára gamall sonur hans, Nicky, og besti vinur hans, Oleg Yugorsky, sjá Joey... Lesa meira

Glæpamaðurinn Joey Gazelle ber ábyrgð á því að láta byssur sem notaðar voru til að myrða tvær spilltar löggur við eiturlyfjaviðskipti á milli ítalskra mafíósa og blökkumanna, hverfa. Joey felur byssurnar í kjallaranum heima hjá sér, í stað þess að henda þeim í ánna, og tíu ára gamall sonur hans, Nicky, og besti vinur hans, Oleg Yugorsky, sjá Joey fela byssuna. Þegar ofbeldisfullur stjúpfaðir Oleg, Anzor Yogorzky, lemur móður hans, Mila, þá nær Oleg í vopnið og skýtur Anzor, og strýkur síðan að heiman með byssuna. Joey, Rússinn og ítalski mafíósinn og spilltar löggur, elta drenginn til að ná aftur vopninu, og komast að því hver skipaði honum að drepa stjúpföður sinn.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Æðisleg mynd í alla kanta.

Byrjar eins og skot og heldur manni föstum yfir alla myndina með bæði spennandi, flottum sem og óhugnalegum atriðum.Joey Gazelle, leikinn af Paul Walker (Fast and The Furious, 2Fast 2Furious, Into the Blue of.l), er meðlimur í mafíu og helstu verkin hans eru að losa aðra við byssur sem eru notaðar og geymir hann þær hjá sér.

Einn daginn vantar eina byssuna hjá honum og þar byrjar vandræðin og eltingarleikurinn um að endurheimta hana.Spennandi mynd með frábærum söguþræði, vel skrifuðu handriti, magnaðri lýsingu og skemmtilegri klippingu.Þessi mynd er án efa skyldueign og þarf amk. að horfa á hana tvisvar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Running scared er ein af þessum myndum sem byrja leiðinlega en síðan fara þær að skána þegar eitthvað líður á sýningartímann. Ég bjóst persónulega við þessari mynd mjög góðri en leist svo ekki á blikuna þegar fimm mínútur eða svo voru liðnar því að þetta leit út fyrir að vera innihaldslaust sorp en síðan fór eitthvað almennilegt að gerast og í stuttu máli sagt er þessi mynd mjög hröð og spennandi. Aftur á móti er þetta ekki eins og eitthvað sem við höfum ekki séð áður og minnir óneitanlega á Guy Ritchie stílinn bara færður til bandaríkjanna. Myndatakan hér vill augljóslega vera mjög flott en oft á tíðum er hún svo öfgakennd að hún er bara beinlínis hallærisleg. Ég vil einnig gagnrýna myndina fyrir það að það eru nokkrir dauðir punktar í henni og jafnvel skemmtilegu atriðin hafa ekki þennan neista sem maður sækist eftir í svona mynd. En Paul Walker leikur aðalhlutverkið mjög vel og sannfærandi og Chazz Palminteri leikur lítið en skemmtilegt hlutverk. Alltaf jafn gaman þeim leikara. Í heildina er þetta svona skítsæmileg krimmamynd og spennandi við fyrsta áhorf en skilur ekkert eftir sig og ef ég nenni að kíkja á hana aftur þá verður að líða langur tími þangað til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd kom mjög skemmtilega á óvart, því ég bjóst við algjörum vibjóð, en myndin var alls ekki svo slæm.


Ég meina í heildina litið fannst mér hún svolítið hallarísleg, og hún gat stundum verið frekar asnaleg, og leiðinleg. Sem ég veit að er mjög neikvætt.


En svo komu atriði sem voru svo otrúlega góð,og bara líka óhugnaleg, og myndin var líka mjög spennandi, og rann hratt í gegn, byrjaði bara eins og skot.


Myndin var já ótrúlega sveiflukend, góð og svo léleg, gekk þannig út alla myndina.


Myndin gerist á einum sólahring, og byrjar á að hópur manna ræna glæpagengi í bænum. Og glæpagengið nær að skjóta og drepa þessar menn, en þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að þessir menn voru löggur, og eru því núna í frekar mikilli hættu. Svo þeir gefa einum meðlimi það hlutverk að losa sig við byssurnar sem þeir notuðu til að drepa löggurnar.

Hann felur byssunar í kjallaranum, en sér ekki að sonur sinn og vinur hans sjá hvar hann felur byssunar. Svo um kvöldið rænir vinurinn byssunni, og þá byrjar sko eltingarleikur sem ég hef aldrei á ævinni séð í bíómynd.


Það er alveg ótrúlegt hvað gerist í þessari mynd, og myndin heldur manni alveg í heljartökum.


Mér fannst myndin góð, en það var nú samt margt sem hafði mátt fara betur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Running Scared er mynd sem ég sé eftir að hafa ekki séð fyrr, Paul Walker er eða var allavega eitt mesta turn-off þegar það kom að kvikmyndum og þar af leiðandi var áhugi minn nánast enginn þegar myndin var sýnd í bíóhúsum. Það er þó skemmtilegt þegar mynd kemur þér á óvart, Running Scared er eðaldæmi um kvikmynd sem líkist nútímamyndasögum mest. Söguþráðurinn er mjög myndasögulegur og myndatakan/klippingin líkist myndasögum (og nýju Tony Scott myndunum) en aðallega er það ofbeldið sem sýnir sig mest, semsagt mjög gróft og yfirdrifið. Ég hefði átt að hafa meiri trú á leikstjóranum Wayne Kramer sem gerði The Cooler, hann sýnir það með Running Scared hve svakalega óhefðbundinn leikstjóri hann er, í augum hans eru kvikmyndareglur aðeins lego kubbar til þess að leika sér með. Fyrir utan það að myndin kom mér vel á óvart þá kom Paul Walker mér einnig á óvart, Running Scared er án vafa hans besta hlutverk hingað til, hann getur allavega leikið og Running Scared sýnir það. Yfir heildina er Running Scared bara býsna góð, mjög óhefðbundin mynd, því minna ég segi um hana því betra, en ég get allavega mælt með henni fyrir alla þá sem eru djúpt grafnir í myndasögur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.12.2009

Tían: Vanmetnustu myndir áratugarins

Topplistar eru alls staðar núna á helstu kvikmyndasíðum og þeim fer hiklaust fjölgangi á næstu vikum. Ég vil helst bíða með það að telja upp bestu myndir ársins '09 þangað til í janúar. Í staðinn finn ég eitthvað...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn