Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Stick It 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. júlí 2006

Defy and Conquer.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 32% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Haley Graham er fyrrum fimleikastjarna, sem hefur of oft komist í kast við lögin. Hún er því neydd til að fara í sérstakan fimleikaskóla í Houston í Texas sem Ólympíufarinn Burt Vickerman rekur. En hin uppreisnargjarna Haley fær ekki blíðar móttökur frá hinum nemendunum, sem fyrirlíta hana fyrir að hafa yfirgefið liðið sitt í keppni nokkrum árum fyrr,... Lesa meira

Haley Graham er fyrrum fimleikastjarna, sem hefur of oft komist í kast við lögin. Hún er því neydd til að fara í sérstakan fimleikaskóla í Houston í Texas sem Ólympíufarinn Burt Vickerman rekur. En hin uppreisnargjarna Haley fær ekki blíðar móttökur frá hinum nemendunum, sem fyrirlíta hana fyrir að hafa yfirgefið liðið sitt í keppni nokkrum árum fyrr, sem kostaði liðið gullverðlaunin. En Haley er ekki auðsveip og gerir hvað hún getur til að ögra hinum stelpunum. Vickerman ákveður þá að þjálfa Haley á sinn hátt til að hún öðlist sjálfsvirðingu á nýjan leik og nógu tímanlega fyrir stóru keppnina.... minna

Aðalleikarar


Mér fannst þetta mjög góð mynd ég baust við ógeðslega leiðinlegri mynd en þetta er um vandræðastelpu sem þarf að æfa Fimleika til að bæta upp sem hún gerði af sér. en já mér fannst hún mjög góð með fullt að flottum fimleikaæfingum:)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Miðað við að þetta er unglinga stelpu mynd (af hverju enda ég alltaf á þeim ?) er þetta ekki það lélegasta sem ég hef séð í þeim flokki. Jú vissulega höfum við séð þessa formúlu áður oft áður eiginlega of oft, einhver vandræða krakki á gelgju skeiðinu hlustar ekki á nein og er alltaf vandræða þangað til að hún hittir einhvern karakter í myndin og fullorðnast allt í einu. Leikarar stóðu sig svona skítsæmilega ekkert rosalega illa og heldur ekkert rosalega vel. Ef þú fílar myndir eins og just my luck og svoleiðis bull þá áttu líklegast eftir að fíla þessa mynd. Hefði getað verið betri og hefði getað verið verri. Hún fær stjörnur fyrir rosalega flott fimleika atriði allavegana leið mér eins og feitabollu þarna í bíóinu að háma í mig popp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn