Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

See No Evil 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. júlí 2006

This Summer, someone is raising Kane.

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 9% Critics
The Movies database einkunn 17
/100

Þegar lögreglumaðurinn Frank Williams er ásamt nýjum samstarfsmanni sínum, að rannsaka útkall sem barst frá yfirgefnu húsi, þá finnur hann konu sem hefur verið blinduð á hrottalegan hátt, en síðan ræðst stór geðsjúklingur á þá með exi. Félagi hans er drepinn og Frank skýtur glæpamanninn í höfuðið, en hlýtur sár á hendi. Fjórum árum síðar,... Lesa meira

Þegar lögreglumaðurinn Frank Williams er ásamt nýjum samstarfsmanni sínum, að rannsaka útkall sem barst frá yfirgefnu húsi, þá finnur hann konu sem hefur verið blinduð á hrottalegan hátt, en síðan ræðst stór geðsjúklingur á þá með exi. Félagi hans er drepinn og Frank skýtur glæpamanninn í höfuðið, en hlýtur sár á hendi. Fjórum árum síðar, þá er Frank færður til í starfi, og vinnur nú sem fangavörður. Frank fer ásamt ungum föngum á Blackwell hótelið, yfirgefinn stað þar sem eldsvoði átti sér stað, en verkefni þeirra er að hreinsa til svo hægt sé að nota staðinn fyrir heimilislausa. Í staðinn geta glæpamennirnir ungu fengið refsingu sína mildaða. Um kvöldið er fanganum Kira, sem er með nokkur kristin húðflúr, rænt af hinum klikkaða fjöldamorðingja Kane, sem safnar augum fórnarlamba sinna, og á meðan er ráðist á hina úr hópnum með exi. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Hópur af kjaftforum vandræðaunglingum (sem kunna ekki að leika) eru látnir þrífa hótel í niðurníðslu...og hreinlega grátbiðja að vera drepin á hrottafenginn hátt. Myndin er eiginlega eins og Breakfeast Club ef það kæmi allt í einu morðóður geðsjúklingur í heimsókn. Þessi mynd er eiginlega skilgreiningin á B horror mynd. Hún er ódýr, ill lyktandi og með óþekktum leikurum. Maður nær aldrei að kynnast persónunum nógu vel til að manni standi ekki á sama hvort þeir deyji. Plottið er svo slæmt að það er ekkert plott, krakkarnir rekast einfaldlega á gaur sem fer að drepa þau og eins og venjulega fer enginn út úr húsinu. Myndin er samt ekki alslæm. Morðinginn er nokkuð ógurlegur og það er nóg af blóði. Æ jú, hún er léleg. Ég get engann veginn mælt með að fólk horfi á þessa mynd.

Myndin er fjármögnuð af WWE (World Wrestling Entertainment) og vondi kallinn í myndinni er alvöru WWE glímukall, Kane. Ekki beint gæðastimpill.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn