Mér fannst þetta bara nokkuð fín mynd, húmorinn minnir svo lítið á American Pie. Mætti vera aðeins betur leikin og svo er hún frekar fyrirsjáanleg. En slatti af fyndnum atri...
The Long Weekend (2005)
"Two Brothers. One Weekend. No Shame."
Cooper og Ed eru bræður: Coop leikur í auglýsingum og sápuóperum, og eyðir kröftunum í að elta stelpur til að komast í skyndikynni.
Bönnuð innan 12 ára
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Cooper og Ed eru bræður: Coop leikur í auglýsingum og sápuóperum, og eyðir kröftunum í að elta stelpur til að komast í skyndikynni. Yngri bróðir hans Ed, er heiðarlegur ungur maður, sem vinnur á auglýsingastofu. Síðasta árið, síðan hann kom að kærustunni í rúminu með öðrum manni þar sem myndbandsupptökuvél var í gangi, þá hefur Ed verið í rusli, og þetta hefur áhrif á félagslíf hans, vinnuna og fleira. Ed verður rekinn á mánudaginn nema einhver geti reddað honum stórum nýjum viðskiptavini. Hann á afmæli nú um helgina: hann vill helst vinna, en Cooper vill fá hann til að enduruppgötva sig sem kynveru. Cooper reynir að hjálpa Ed að ná í stelpu, en allt gengur á afturfótunum. Getur þessi heiðvirði maður bjargað starfinu sínu og farið að lifa eðlilegu lífi?
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Gagnrýni notenda (3)
Þetta er ömurlegasta mynd sem ég hef á ævinnni séð, langaði að labba út úr salnum. Las einhverstaðar að henni væri líkt við American Pie myndunum. Það er ekki satt, ekki nálægt þv...
Hundleiðinleg mynd ekki eyða peningi í þetta rugl. Í gegnum alla þessa 85mín gamanmynd brosti ég tvisar. Þessi mynd fjallar um eins og svo oft áður gaur sem er að reyna að fá á broddin ...









