Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fín mynd sem kom skemmtilega á óvart. Ég hafði nú litlar hugmyndir um Half light út frá trailernum og vissi eiginlega ekkert um myndina. En hún segir frá rithöfundinum Rachel Carlson (Demi Moore), sem flytur í sjávarþorp í Skotlandi til að safna kröftum og reyna að finna aftur innblásturinn til skrifanna, eftir að ungur sonur hennar drukknar. Fólkið tekur vel á móti henni og hún telur sig vera á réttri leið. En það virðist sem sonur hennar hafi enn eitthvað ósagt við móður sína að handan. Og fljótlega eftir að hún kynnist myndarlegum vitaverði í þorpinu (Hans Matheson), fara að gerast undarlegir atburðir. Rachel á æ erfiðara með að átta sig á muninum á ímyndun og raunveruleika og það má eiginlega ekki segja meira um framvinduna án þess að spilla fyrir áhorfinu. Half light hefur upp á bjóða mjög heillandi umhverfi, spennandi og flókna ráðgátu-sögu og vel útfærðar og leiknar sögupersónur. Endirinn sjálfur er sannarlega ekki sjálfgefinn og maður stendur eftir svolítið gáttaður. Mæli með þessari!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
4. ágúst 2006