Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

King Arthur: Director's Cut 2004

136 MÍNEnska

Aðalleikarar

Leikstjórn


Ég ætla að byrja á því að segja, að kvikmyndir sem fjalla um hetjur á fornum tímum drepandi mann og annan er mitt persónulega fetish þegar það kemur að kvikmyndum, t.d þá er Gladiator ein uppáhalds myndin mín. Svo ef að kvikmynd hefur þetta efni þá er mjög einfalt að gleðjast mér, svo það að ég skuli segjast fíla þessa mynd er nánast eingöngu af þessari ástæðu. Svona sögur, sama hve rangar þær gætu verið sögulega séð koma mér í einhverskonar endorfín tripp sem örva ímyndunaraflið mitt að einhverju furðulegu stigi sem kemur það að verkum að ég hunsa eða tek ekki eftir augljósum göllum. King Arthur Director's Cut er ekki mikið öðruvísi heldur en útgáfan sem sást í bíó, ég sá aðeins þá útgáfu einu sinni í bíó og fílaði hana alveg sæmilega, eini munurinn sem ég sé er að einni senu hefur verið sleppt og fáeinum sett í staðinn. Besta breytingin hinsvegar er að meira af blóði og ofbeldi sést í þessari útgáfu, enda er þessi útgáfa rated R í staðinn fyrir PG-13 eins og bíóútgáfan. Clive Owen er gífurlega mistækur sem Arthur, hann á sínar stundir en oftast þá er hann frekar stirrður í hlutverkinu. Fyrir utan Arthur þá eru riddararnir hans mjög vel skapaðir, þar sér maður athyglisverðar og skemmtilegar persónur og það er þaðan þar sem að myndin greip athyglina mína. Þá aðallega danski leikarinn Mads Mikkelsen sem nær einhvern veginn að skapa ofursvala persónu þrátt fyrir að hafa nánast engar línur í allri myndinni. Án þessara aukapersóna hefði þetta aðeins verið tóm mynd en sem betur fer þá heillaðist ég að aukapersónunum sem langflestar fengu nokkuð mikinn tíma á skjánum. Keira Knightley, þó alveg ásættanleg, er ekki hægt að taka alvarlega sem stríðsprinsessu í þröngu leðurbíkini að berjast við risavaxna Saxverja, ég hef ekki hugmynd hvaðan handritshöfundurnir fengu þá hugmynd en hún hljómar eins og skemmtilegt grín. Miðað við upprunalegu væntingarnar mínar (sem voru mjög láar) þá kom King Arthur mér á óvart, í mínum augum þá er hún einfaldlega góð skemmtun, og ef það er val á milli bíóútgáfunnar eða director's cut þá er það án efa director's cut, þá aðallega útaf ofbeldinu og blóðinu. Ég meina, hver vill ekki sjá meira blóð og ofbeldi? Þetta er kvikmynd sem ég get notið þess að horfa á, ég veit að fáir eru sammála mér en ég gef þessari director's cut þrjár stjörnur, ég vona að lesandinn skilur ástæðurnar mínar því annars þarf ég að æfa mig betur í tjáningu minni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn