Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Renaissance 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. september 2006

Paris 2054. Live forever or die trying.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Árið 2054 er París orðinn eins og völundarhús þar sem fylgst er með öllum hreyfingum manna. Stærsta fyrirtæki borgarinnar, Avalon, kastar skugga á borgina og skiptir sér af öllum hliðum hins daglega lífs til að selja sína helstu vöru, æsku og fegurð. Í þessum heimi skugga og andstæðna eru lögin skýr og fólkinu er haldið í skefjum.

Aðalleikarar

Flottar umbúðir, gamalt innihald
Renaissance er sjónrænt séð algjör veisla. Hvorki spurning né vafi þar. En myndin er fyrst og fremst pjúra Film Noir og með þessu tölvuhannaða útliti - sem nokkurn veginn sameinar einkenni frá alvöru leikmynd við gamaldags teikningar - nær hún fullkomlega að fanga þann geira í kjarna sínum. Ef ég ætti að líkja þessari mynd við eitthvað, þá myndi ég tvímælalaust telja hana vera hálfgerða blöndu af Sin City og Ghost in the Shell. Umbúðirnar sækja sterkt í litlausa andrúmsloftið sem að Frank Miller er einna þekktastur fyrir, og eru sannanir þess vel áberandi.

Eins og áður sagði er útlitið að öllu leyti framúrskarandi og spellpassar það við Noir-stílinn. Hvað söguþráðinn varðar, þá verð ég eiginlega að segja að hann sé einum of daufur til að ná hæðum stílsins. Málið er eiginlega þannig að plottið er ekki vitund áhugavert, og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu stór mínus það er. Ég fíla Noir-geirann í tætlur, en þetta er einum of dæmigert fyrir slíkt.

Það er nánast allt saman við atburðarásina í Renaissance sem er annaðhvort gömul klisja eða bara óspennandi þróun. Svo einfalt er það. Handritið er svakalega þurrt og samtölin stíf. Ekki einu sinni persónumótunin náði að hitta eitthvað til mín. Eftir áhugaverðar fyrstu mínútur, þá fylltist ég bjartsýni. Ég var ótrúlega hrifinn af því sem ég sá, þ.e.a.s. hvað stílfæringu og tölvuvinnslu varðar. Um leið og innihaldið fór að skína betur þá kom fyrir að ég beið eftir að lokatextinn kæmi rúllandi.

Því miður, þá verður að segjast eins og er, en þessi mynd væri hvorki fugl né fiskur hefði hún ekki svona grípandi sjónrænt útlit. Ég efast jafnvel um að þessi mynd nái að finna einhvern target-hóp til að ná til. Hún er alls ekki nógu mainstream fyrir hefðbundna unglinga til að sjá eitthvað varið í þessa upplifun, og ég efast um að hörðustu Noir-aðdáendur finni eitthvað heldur, þar sem að hún styðst einungis við efni sem við höfum oft séð áður. Ekki gott.

5/10/

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.12.2020

10 eftirminnilegir drullusokkar úr kvikmyndum

Til er skítmikið af drullusokkum af ýmsum tegundum á hvíta tjaldinu. Þá er undirritaður ekki að tala um illmenni eins og Darth Vader eða Sauron, heldur þessa erkimannfjanda sem eru illkvitnir en svo andskoti eftirminnanlegir að...

05.12.2013

Frá botninum á toppinn

Þau eru mörg vötnin sem runnið hafa til sjávar síðan Mark Wahlberg var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 1988 fyrir misheppnað rán og líkamsárás á mennina sem hann ætlaði að ræna. Mark Robert Michael Wahlberg fæddist í Boston þann 5. júní árið 1971 og er yngst...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn