Þessi kom heldur betur skemmtilega á óvart. Premonition segir frá Linda Hanson(Sandra Bullock) sem fær þær fréttir að Jim eiginmaður hennar(Julian McMahon) hafi látist í bílslysi. Daginn ...
Premonition (2007)
"Reality is only a nightmare away"
Miðstéttarhjónin Linda Hanson og Jim Hanson lifa þægilegu en tilbreytingarsnauðu lífi í úthverfinu ásamt tveimur dætrum sínum.
Bönnuð innan 12 ára
HræðslaSöguþráður
Miðstéttarhjónin Linda Hanson og Jim Hanson lifa þægilegu en tilbreytingarsnauðu lífi í úthverfinu ásamt tveimur dætrum sínum. Á fimmtudagsmorgni kemur lögreglan og segir Lindu að eiginmaðurinn hafi dáið í bílslysi daginn áður. Hún fer og nær í börnin í skólann og segir þeim fréttirnar, móðir hennar kemur til hennar, og Linda klárar daginn. Þegar hún vaknar næsta dag, þá er ekki föstudagur heldur mánudagurinn á undan. Jim er í eldhúsinu að borða morgunmat. Linda heldur að fimmtudagurinn hafi þá bara verið martröð, en daginn eftir þá er kominn laugardagurinn eftir dauða hans. Og svona heldur þetta áfram. Hún púslar þessu saman og áttar sig á að hjónabandið var komið á endastöð. Getur hún bjargað málunum? Og getur hún bjargað Jim? Nú líður að miðvikudegi.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur















