Náðu í appið
Shoot 'Em Up

Shoot 'Em Up (2007)

"I'm a British nanny and I'm dangerous."

1 klst 26 mín2007

Seint um kvöld, í ónefndri bandarískri borg, situr einmanalegur maður á biðstöð.

Rotten Tomatoes67%
Metacritic49
Deila:
Shoot 'Em Up - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Seint um kvöld, í ónefndri bandarískri borg, situr einmanalegur maður á biðstöð. Ófrísk kona hleypur framhjá, og maður með byssu eltir hana. Hikandi, þá bjargar maðurinn á biðstöðinni henni og aðstoðar hana við að fæða barnið, á meðan aðrir menn skjóta á þau, þar á meðal illskeyttur foringi gengisins, maður að nafni Hertz. Hetjan í sögunni, Smith, ákveður að bjarga barninu og komast að því afhverju Hertz vill drepa barnið. Á vændishúsi í nágrenninu, þá reynir hann að fá vændiskonu til að gæta barnsins og gefa því brjóst, en hlutirnir fara fljótlega úr skorðum, og bráðum eru allir á flótta. Þungarokkstónlist róar barnið. En afhverju? Rannsóknarstofa, byssuverksmiðja og kosningabarátta forsetaefnis, kemur allt við sögu í þessari björgunaraðgerð Smith.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Michael Davis
Michael DavisLeikstjóri

Gagnrýni notenda (2)

Clive er BESTUR!

★★★★☆

Svona kjánalegar spennumyndir eins og Shoot 'Em Up eru ekki á hverju strái. Hvílík synd, því hún er alveg óborganleg skemmtun. Kannski ég hefði átt að vera aðeins nákvæmari á lýsingu...

Ég hafði engar væntingar gagnvart þessari mynd né vissi ég mikið um hana áður en hún kom út, meðal þess þá hafði ég nánast enga löngun til þess að sjá hana. En eftir að hafa le...

Framleiðendur

New Line CinemaUS
Angry FilmsUS