Náðu í appið
Öllum leyfð

Shark Bait 2006

(The Reef)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. september 2007

The adventure continues (Israeli tag-line)

77 MÍNEnska

Pi býr út af strönd Boston og eru heimaslóðir hans smám saman að rotna og eyðileggjast fyrir augum hans. Hann verður svo vitni að því er foreldrar hans eru veiddir í fiskinet og kippt út úr lífi hans. Aleinn og yfirgefinn ákveður Pi að hlýða síðustu ósk þeirra, yfirgefa heimkynni sín og halda af stað í leit að Rifinu.

Aðalleikarar


Tölvuteiknimyndin Hákarlabeita gerist í hafdjúpinu og hefst sagan í megnaðri San Fransiscohöfninni. Söguhetjan, Pi, lítill rauður skrautfiskur er líktist gullfisk okkar er að ræða við foreldra sína um hættur hafsins þegar nót er kastað yfir þau. Söguhetjan sleppur úr nótinni og fær þau skilaboð að flýja til kóralrifsins. Hann kemst þangað og Þar er mikið líf. Á rifinu kynnist hann sætri hrygnu. Hún hafði komist á forsíðu Séð og veitt og var það eini heppnaði brandari myndarinnar. Úr verður klisjukennd ástarsaga. Upp kemur vandamál, háfur einn verður hrifinn af hrygnunni og mikið uppgjör er í uppsiglingu. Söguhetjan gefst ekki upp og leitar á náðir gamallar skjaldböku sem man tímanna tvenna. Hún tekur að sér að þjálfa og uppfræða hænginn okkar. Minnir þetta mig á karatemyndir sem maður sá fyrir rúmum tveim áratugum. En í þeim myndum lenti lærlingurinn ávallt í vandræðum og leitaði á náðir sérvits meistara, sem byrjaði á því að rífa lærlinginn alveg niður og byggja síðan upp.


Uppgjörið milli hængsins okkar og hákarlsins er svo eftir Hollýwood formúlunni


Á rifinu er margir skrautlegir fiskar en tölvugrafíkin er ekki nógu góð í myndinni. Vandaðir fræðsluþættir sem sjást í sjónvarpinu eru betri. Náttúran er tölvugrafíkinni fremri. Jákvæða við myndina og síðustu myndir sem við feðgar höfum farið á er að umhverfisvernd er innbyggð í kvikmyndirnar. Það er gott markmið.


Íslensku leikurunum sem tala inn á myndina tekst ekki vel upp. Spaugstofukapparnir Örn og Siggi ná þó ágætri rispu með lífsreyndu sverðfiskanna.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn