Sóley
1982
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 17. apríl 1982
107 MÍNÍslenska
Sagan er um frelsi og kúgun. Hún gerist á Íslandi í harðindum nítjándu aldar og segir söguna af Þór, ungum bónda, sem lendir í því að hestarnir hans flýja. Í leit að hestunum ferðast hann um óbyggðir hálendisins og kynnist þar álf-mærinni Sóley sem fylgir honum á leið sinni yfir hálendið. Myndinni hefur verið lýst sem rammpólitískri á táknrænan... Lesa meira
Sagan er um frelsi og kúgun. Hún gerist á Íslandi í harðindum nítjándu aldar og segir söguna af Þór, ungum bónda, sem lendir í því að hestarnir hans flýja. Í leit að hestunum ferðast hann um óbyggðir hálendisins og kynnist þar álf-mærinni Sóley sem fylgir honum á leið sinni yfir hálendið. Myndinni hefur verið lýst sem rammpólitískri á táknrænan hátt, þar sem hestarnir tákna frelsið og huldufólkið kommúnismann. Sóley táknar undirmeðvitundina og Þór er meðvitundin, hún drauminn og hann veruleikann.... minna