Ágirnd (1952)
Greed
"Byggð á leikþættinum 'Hálsfestin'."
Í myndinni segir frá auðugri, aldraðri ekkju sem er að dauða komin og handleikur perlufesti sína - dýrgrip sem er henni kær.
Deila:
Söguþráður
Í myndinni segir frá auðugri, aldraðri ekkju sem er að dauða komin og handleikur perlufesti sína - dýrgrip sem er henni kær. Hún minnist þess er hún á brúðkaupsdaginn tók við festinni úr hendi brúðguma síns, ungs skipstjóra, sem fórst skömmu síðar. Er gamla konan hefur gefið upp öndina, hverfur festin. Síðan berst festin manna í milli, því margir girnast hana og hver stelur frá öðrum.








